Fótbolti

Tollverðir eyðilögðu HM-skyrtu Trezeguet frá 1998

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar fagna marki í undanúrslitaleiknum. David Trezeguet  er númer 20.
Frakkar fagna marki í undanúrslitaleiknum. David Trezeguet er númer 20. Mynd/Nordic Photos/Getty

HM-treyja Frakkans David Trezeguet frá því í úrslitaleik HM 1998 var eyðilögð af tollvörðum í Frakklandi á leið sinni til manns sem hafði borgað 7350 evrur fyrir treyjuna eða 1,1 milljón íslenskra króna.

Oliver Demolis, kaupandi treyjunnar, leitar nú réttar síns en franska tollgæslan sagðist hafa eyðilagt treyjuna þar sem að hún leit svo á að um fölsun væri að ræða. Treyjan er síðan úr úrslitaleik Frakka og Brasilíumanna síðan í París árið 1998 en Trezeguet sat allan tímann á bekknum í leiknum.

Demolis keypti treyjuna á netinu frá Brasilíumanni. „Það var þekktur seljandi sem seldi mér treyjuna og þetta var hin eina og sanna treyja Trezeguet. Þetta átti að vera síðasti hlutinn í safnið mitt.

Þegar ég ætlaði að fara að sækja treyjuna þá var mér sagt að tollgæslan hefði metið svo að um falsað eintak væri að ræða og þess vegna hefði hún verið eyðilögð. Ég varð alveg brjálaður," sagði Demolis.

Demolis vill fá peninginn endurgreiddan frá franska ríkinu og stendur í málaferlum vegna þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×