Enski boltinn

Phil Neville skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Neville í leik með Everton.
Phil Neville í leik með Everton. Mynd: Getty Images
Fyrirliði Everton, Phil Neville, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þá bláklæddu og verður því á Goodison Park til ársins 2013.

Samningur leikmannsins við Everton hefði runnið út eftir þetta tímabil en félagið vildi tryggja sér þjónustu Neville í tvö ár til viðbótar.

„Þessi klúbbur hefur aldrei valdið mér vonbrigðum og því er ég stoltur af því að skrifa undir nýjan samning,“ sagði Neville við vefsíðu félagsins.

„Þetta sýnir að stjórinn hefur trú á mér og ég mun gefa allt sem ég á til félagsins næstu tvö tímabilin“.

Phil Neville verður orðin 36 ára þegar þessi samningur rennur út en leikmaðurinn telur að hann eigi fleiri ár inni.

„Mig langar að spila lengur en það, en núna hugsa ég bara um næstu tvö tímabil og sé síðan til“.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×