Enski boltinn

Carroll: Ekki kvíðinn að klæðast treyju númer níu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll í leik með Newcastle.
Andy Carroll í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Andy Carroll hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir hjá Liverpool og kvíður því ekki að klæðast treyju númer níu hjá Liverpool, þeirri sömu og Fernando Torres var í.

Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda á mánudagskvöldið og seldi á sama tíma Torres til Chelsea á 50 milljónir.

Torres skoraði á sínum tíma hjá Liverpool 65 mörk í 91 deildarleik en Carroll þekkir það vel að fylgja í fótspor merkra manna.

„Ég var með ársmiða á heimaleiki Newcastle þegar ég var yngri og þá fylgdist ég með Alan Shearer klæðast treyju númer níu. Ég ákvað strax þá að ég vildi klæðast treyju félagsins með sama númeri."

Og Carroll fékk númerið nú í sumar. „Ég stóð mig vel í B-deildinni á síðasta tímabili og því ákvað ég að athuga hvort ég gæti fengið númerið."

„Ég veit vel að ég get spilað fótbolta. Ég veit að ég get skorað mark og höndlað pressuna sem fylgir því að vera í sviðsljósinu."

Carroll hefur reyndar margsinnis komist í ensku dagblöðin fyrir hegðun sína utan vallar en segir að það hafi ekki áhrif á sig.

„Ég hef ferið í fréttunum af röngum ástæðum og lesið margar að morgni leikdags. En svo skoraði ég sigurmarki gegn Arsenal á einmitt þannig degi. Ég hef sýnt að ég get skorað mörk."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×