Fótbolti

Þeir sem veðjuðu á Barcelona og Dortmund fá peninginn

Messi á sinn þátt í góðu gengi Barcelona.
Messi á sinn þátt í góðu gengi Barcelona.

Eftir tap Real Madrid gegn Osasuna sannfærðust sérfræðingar hjá veðbankanum Betsson um að Barcelona hafi unnið spænsku deildina frá og með 30. janúar. Barcelona hefur unnið 19 af síðasta 21 leik og meta sérfræðingarnir deildina þannig að sjö stiga forskot liðsins sé óyfirstíganlegt fyrir Real Madrid. Allt eins sé líklegt að Jose Mourinho einbeiti sér að sigri í Meistaradeildinni.

Skeleggir spilarar sem spáðu Barcelona titlinum á netlengju vefsins munu því fá vinninga sína greidda.

Í Þýskalandi er svipað uppi á teningnum. Dortmund leiðir Bundesliguna með 14 stigum á Bayern München og hefur 11 stiga forskot á Bayer Leverkusen. Eftir 3-0 útisigur á Wolfsburg um síðustu helgi telur Betsson að Dortmund sé öruggt með að vinna þýsku deildina.

„Í veðmálaheiminum er nú talað um með hve mörgum stigum Barcelona og Dortmund vinna deildirnar og hvaða lið verða í öðru sæti. Ef hið ómögulega skyldi gerast og okkar spá klikkar neyðumst við aftur á móti til að greiða út fyrir tvo deildarmeistara á Spáni og í Þýskalandi á þessari leiktíð,“ segir Hans-Martin Nakkim, markaðsstjóri Betsson.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Betsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×