Hilmar einn efnilegasti leikarinn í Evrópu 8. desember 2011 13:21 Hilmar Guðjónsson er einn 10 evrópskra leikara sem var valinn í Shooting Star, sem er sérstök kynning á ungum og efnilegum kvikmyndaleikurum sem þykja líklegir til að ná langt í sínu fagi. Hópurinn var kosinn af alþjóðlegri dómnefnd og teljast þeir sem valdir eru Shooting star vera á meðal efnilegustu kvikmyndaleikara Evrópu. Það er European Film Promotion sem stendur fyrir Shooting Star og er Kvikmyndamiðstöð Íslands aðili að þeim samtökum. Shooting Star hópurinn hverju sinni er kynntur fyrir alþjóðlegum fagaðilum á kvikmyndhátíðinni í Berlín, sem næst er haldin 9. -19. febrúar 2012. Á kvikmyndhátíðinni er hópnum gert hátt undir höfði og kastljósinu beint að honum - enda vonast til að viðburðurinn sé stökkpallur til alþjóðlegs frama fyrir þátttakendur. Hilmar Guðjónsson var fyrst og fremst valinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, en einnig var litið til frammistöðu Hilmars í Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason og hinni væntanlegu kvikmynd, Svartur á leik, eftir Óskar Þór Axelsson. Í áliti dómnefndar var Hilmar sagður vera „sannfærandi og frábær leikari, með kraftmikinn og einkennandi stíl, sem með fjölbreytileika sínum á vænlegan feril framundan. („A compelling and wonderful actor with a strong, tangible style even playing the seemingly weak, foolish boy at the heart of Either Way. With his versatility and ability to stand out, Gudjónsson has a promising career ahead.”) Hilmar Guðjónsson leikur annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Á annan veg, sem hefur fengið afar góðar viðtökur erlendis og meðal annars unnið til tvennra alþjóðlegra verðlauna. Vegna fjölda áskorana verður myndin tekin aftur til sýningar í Bíó Paradís þann 9. desember. Hér er heimasíða Shooting Star. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hilmar Guðjónsson er einn 10 evrópskra leikara sem var valinn í Shooting Star, sem er sérstök kynning á ungum og efnilegum kvikmyndaleikurum sem þykja líklegir til að ná langt í sínu fagi. Hópurinn var kosinn af alþjóðlegri dómnefnd og teljast þeir sem valdir eru Shooting star vera á meðal efnilegustu kvikmyndaleikara Evrópu. Það er European Film Promotion sem stendur fyrir Shooting Star og er Kvikmyndamiðstöð Íslands aðili að þeim samtökum. Shooting Star hópurinn hverju sinni er kynntur fyrir alþjóðlegum fagaðilum á kvikmyndhátíðinni í Berlín, sem næst er haldin 9. -19. febrúar 2012. Á kvikmyndhátíðinni er hópnum gert hátt undir höfði og kastljósinu beint að honum - enda vonast til að viðburðurinn sé stökkpallur til alþjóðlegs frama fyrir þátttakendur. Hilmar Guðjónsson var fyrst og fremst valinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, en einnig var litið til frammistöðu Hilmars í Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason og hinni væntanlegu kvikmynd, Svartur á leik, eftir Óskar Þór Axelsson. Í áliti dómnefndar var Hilmar sagður vera „sannfærandi og frábær leikari, með kraftmikinn og einkennandi stíl, sem með fjölbreytileika sínum á vænlegan feril framundan. („A compelling and wonderful actor with a strong, tangible style even playing the seemingly weak, foolish boy at the heart of Either Way. With his versatility and ability to stand out, Gudjónsson has a promising career ahead.”) Hilmar Guðjónsson leikur annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Á annan veg, sem hefur fengið afar góðar viðtökur erlendis og meðal annars unnið til tvennra alþjóðlegra verðlauna. Vegna fjölda áskorana verður myndin tekin aftur til sýningar í Bíó Paradís þann 9. desember. Hér er heimasíða Shooting Star.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira