Eiður um Stoke: Ömurlegur tími og mjög erfiður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2011 08:00 Tony Pulis hefur ekki reynst íslenskum knattspyrnumönnum sérlega vel í gegnum tíðina. Nordic Photos / Getty Images „Satt best að segja þá var ég aldrei í Stoke. Þannig lít ég á þetta þegar ég hugsa til baka," segir Eiður Smári um þá mánuði sem hann var á mála hjá Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins í lok félagaskiptagluggans í ágústlok í fyrra og samdi við liðið til eins árs. „Þetta var ömurlegur tími og mjög erfiður," segir hann, en Eiður Smári var svo lánaður til Fulham skömmu eftir síðustu áramót. Þar var hann til loka tímabilsins og fékk meira að spila. Mark Hughes knattspyrnustjóri sagði svo upp störfum og Eiður Smári endaði í Grikklandi. „Tímasetningarnar hafa allar verið mjög óheppilegar. Hálft tímabilið leið án þess að ég stigi varla inn á völlinn. Ég fann svo aftur leikgleðina hjá Fulham en brotthvarf Marks Hughes frá félaginu batt í raun enda á veru mína þar." Eiður Smári segist aldrei hafa fengið nein svör um af hverju hann fékk ekki fleiri tækifæri hjá Tony Pulis knattspyrnustjóra. „Nei, ég var heldur ekki að leita eftir þeim. Það myndi ekki friða mig sérstaklega. Ákvörðunin um að fara til Stoke var tekin á síðustu stundu áður en lokað var fyrir félagaskipti og það verður að segjast að sú ákvörðun reyndist ekki rétt, eftir á litið. Þetta var allt saman mjög skrítið." Pulis sagði margsinnis að Eiður hefði ekki verið í nægilega góðu formi til að komast í liðið. Eiður gefur lítið fyrir það. „Ég skil ekki hvernig er hægt að dæma um það þar sem ég fékk aldrei 90 mínútur. Ég fékk að koma inn á í fimm leikjum fram í október og svo ekki söguna meir. Ég spyr hvort það sé ekki þjálfaranna að koma leikmanninum í form ef þeir vilja að hann spili." Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
„Satt best að segja þá var ég aldrei í Stoke. Þannig lít ég á þetta þegar ég hugsa til baka," segir Eiður Smári um þá mánuði sem hann var á mála hjá Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins í lok félagaskiptagluggans í ágústlok í fyrra og samdi við liðið til eins árs. „Þetta var ömurlegur tími og mjög erfiður," segir hann, en Eiður Smári var svo lánaður til Fulham skömmu eftir síðustu áramót. Þar var hann til loka tímabilsins og fékk meira að spila. Mark Hughes knattspyrnustjóri sagði svo upp störfum og Eiður Smári endaði í Grikklandi. „Tímasetningarnar hafa allar verið mjög óheppilegar. Hálft tímabilið leið án þess að ég stigi varla inn á völlinn. Ég fann svo aftur leikgleðina hjá Fulham en brotthvarf Marks Hughes frá félaginu batt í raun enda á veru mína þar." Eiður Smári segist aldrei hafa fengið nein svör um af hverju hann fékk ekki fleiri tækifæri hjá Tony Pulis knattspyrnustjóra. „Nei, ég var heldur ekki að leita eftir þeim. Það myndi ekki friða mig sérstaklega. Ákvörðunin um að fara til Stoke var tekin á síðustu stundu áður en lokað var fyrir félagaskipti og það verður að segjast að sú ákvörðun reyndist ekki rétt, eftir á litið. Þetta var allt saman mjög skrítið." Pulis sagði margsinnis að Eiður hefði ekki verið í nægilega góðu formi til að komast í liðið. Eiður gefur lítið fyrir það. „Ég skil ekki hvernig er hægt að dæma um það þar sem ég fékk aldrei 90 mínútur. Ég fékk að koma inn á í fimm leikjum fram í október og svo ekki söguna meir. Ég spyr hvort það sé ekki þjálfaranna að koma leikmanninum í form ef þeir vilja að hann spili."
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira