Sjúkdómur Fletcher: Háalvarlegur og erfiður viðureignar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2011 08:00 Darren Fletcher með Ryan Giggs og Paul Scholes. Mynd/Nordic Photos/Getty Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim tilvikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkomandi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Manchester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga á íslensku. Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómurMynd/Nordic Photos/GettySjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Samtökin voru stofnuð árið 1995 til að auka samfélagsvitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þúsund manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómurinn ólæknandi," segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm." Vill verða feimnismálMynd/Nordic Photos/GettyEdda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúkdóminn enda geti hann verið erfiður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr," segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn." Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkomandi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma." Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabbameins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaupið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræðiMynd/Nordic Photos/GettyMeð því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkomandi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði," segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Brasað skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi." Átök og áreynsla varhugaverðMynd/Nordic Photos/GettyHún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum," segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veikindi," segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúkdóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel," segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný." Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim tilvikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkomandi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Manchester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga á íslensku. Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómurMynd/Nordic Photos/GettySjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Samtökin voru stofnuð árið 1995 til að auka samfélagsvitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þúsund manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómurinn ólæknandi," segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm." Vill verða feimnismálMynd/Nordic Photos/GettyEdda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúkdóminn enda geti hann verið erfiður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr," segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn." Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkomandi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma." Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabbameins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaupið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræðiMynd/Nordic Photos/GettyMeð því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkomandi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði," segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Brasað skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi." Átök og áreynsla varhugaverðMynd/Nordic Photos/GettyHún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum," segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veikindi," segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúkdóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel," segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný."
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira