Sjúkraþjálfari sem varð að knattspyrnustjóra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2011 07:00 Nigel Adkins er 46 ára fyrrverandi sjúkraþjálfari sem trónir með lið sitt, Southampton, á toppi einnar sterkustu deildar Evrópu. Mynd/Nordic Photos/Getty Árið 2006 ákvað Brian Laws að hætta sem knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Scunthorpe, þar sem honum bauðst betra starf hjá Sheffield Wednesday. Steve Wharton, eigandi og meirihlutaeigandi Scunthorpe, ákvað að sækja ekki vatnið yfir lækinn heldur gefa Nigel Adkins, 41 árs gömlum sjúkraþjálfara hjá félaginu, stöðuhækkun. Adkins tók við stöðu knattspyrnustjóra og hefur síðan þá náð undraverðum árangri. Í dag er hann stjóri Southampton, sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar og stefnir hraðbyri á ensku úrvalsdeildina. Saga Adkins er með ólíkindum en óhætt er að segja að hann hafi fetað óhefðbundnar slóðir á leið sinni í hið eftirsótta starf knattspyrnustjóra. Southampton hefur reyndar aðeins hikstað að undanförnu en liðið byrjaði tímabilið afar vel undir stjórn Adkins og er enn á toppi deildarinnar. Þess ber að geta að Southampton er nýliði í deildinni, en Adkins tók við liðinu í september í fyrra þegar það var í C-deildinni og kom því strax upp. Þrívegis upp úr sömu deildinniMynd/Nordic Photos/GettyÞetta var reyndar í þriðja skiptið á aðeins fjórum tímabilum sem Adkins komst upp úr C-deildinni. Hann gerði það tvívegis með Scunthorpe, sem var ótrúlegur árangur því félagið er þekkt fyrir mikla aðhaldssemi og skynsemi í sínum rekstri. Launakostnaður félagsins er talsvert minni en gengur og gerist í B-deildinni og hjá mörgum félögum í C-deildinni. Það er fyrst og fremst eigandanum Wharton að þakka og ein helsta ástæða þess að hann ákvað að veðja á Adkins á sínum tíma. „Ég veit vel að margir stuðningsmanna okkar vildu gjarnan sjá okkur gefa allt í botn og láta slag standa," sagði Wharton í byrjun árs 2010. „En ég hef einsett mér það að koma félaginu aldrei í vandræði og við höfum alltaf haft trú á því að eyða aðeins því sem við höfum efni á. Það er ótrúlegt að við séum komnir þetta langt en við höfum líka bara verið með tvo knattspyrnustjóra á síðustu þrettán árum," bætti hann við og átti þá við Laws og Adkins. Þess má geta að í janúar 2010 drógust Manchester City og Scunthorpe saman í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Þrátt fyrir gjörólíka stöðu félaganna áttu þau eitt sameiginlegt – bæði voru skuldlaus. City vann leikinn, 4-2. Adkins var vinsæll hjá stuðningsmönnum, sem sungu: „Who needs Mourinho? We've got our physio." (Hver þarf Mourinho? Við erum með sjúkraþjálfarann okkar.) Tvöfaldur meistari í WalesMynd/Nordic Photos/GettyAdkins spilaði sem markvörður á sínum tíma og var á mála hjá Tranmere Rovers, Wigan og Bangor City. Hann var spilandi þjálfari þau þrjú ár sem hann var hjá síðastnefnda félaginu, sem leikur í efstu deild í Wales, en hætti þegar hann lagði hanskana á hilluna vegna meiðsla árið 1996, 31 árs gamall. Þá hafði hann gert liðið að meisturum í Wales í tvígang. Hann gerði sér þó ungur grein fyrir því að hann þyrfti að hafa aðra kosti ef þjálfaraferillinn gengi ekki að óskum. Hann náði sér í háskólagráður í viðskiptum og fjármálum, sem og í sálfræði og þjálfarafræðum. Auk þess útskrifaðist hann sem sjúkraþjálfari árið 1995. Eiginkona Adkins fæddi um svipað leyti son sem var annað barn þeirra hjóna. En stuttu síðar veiktist hún alvarlega og ákváðu þau þá að best væri að hann fyndi sér starf sem skaffaði heimilinu fastar tekjur. Adkins hóf vinnu sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe en um áratug síðar hafði eiginkona hans náð fullri heilsu og Adkins bauðst skyndilega starf knattspyrnustjóra hjá Scunthorpe. Hann þáði og komst að því að árin sem hann starfaði sem sjúkraþjálfari myndu reynast honum vel. „Margir leikmenn sem komu til mín voru í raun ekki meiddir en þurftu smá hvíld frá baráttunni. Eða þá að þeir áttu í vandræðum með áfengisdrykkju – eða voru pirraðir. Það var þá sem ég lærði hversu mikilvæg samskipti knattspyrnustjóra og leikmanna eru," sagði Adkins. Veðjað á réttan hestBob Paisley.Mynd/Nordic Photos/GettyÞegar Alan Pardew var rekinn frá Southampton í lok ágúst 2010 kom því ekki á óvart að forráðamenn félagsins leituðu til Adkins. Hann hafði gott orð á sér, hafði náð góðum árangri og var menntaður í viðskiptum og fjármálum. Southampton var nýbúið að ganga í gegnum greiðslustöðvun, en félagið hafði fallið um tvær deildir á skömmum tíma. Eigendur Southampton virðast hafa veðjað á réttan hest og ef fram heldur sem horfir verður liðið komið aftur í deild þeirra bestu á Englandi innan skamms, þar sem það var samfellt í 27 ár áður en það féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2005. Saga Adkins er þó ekki einsdæmi því Bob Paisley, goðsögnin sjálf hjá Liverpool, hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá félaginu þegar hann hætti að spila. Hann stýrði liðinu í níu ár með stórkostlegum árangri. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Árið 2006 ákvað Brian Laws að hætta sem knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Scunthorpe, þar sem honum bauðst betra starf hjá Sheffield Wednesday. Steve Wharton, eigandi og meirihlutaeigandi Scunthorpe, ákvað að sækja ekki vatnið yfir lækinn heldur gefa Nigel Adkins, 41 árs gömlum sjúkraþjálfara hjá félaginu, stöðuhækkun. Adkins tók við stöðu knattspyrnustjóra og hefur síðan þá náð undraverðum árangri. Í dag er hann stjóri Southampton, sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar og stefnir hraðbyri á ensku úrvalsdeildina. Saga Adkins er með ólíkindum en óhætt er að segja að hann hafi fetað óhefðbundnar slóðir á leið sinni í hið eftirsótta starf knattspyrnustjóra. Southampton hefur reyndar aðeins hikstað að undanförnu en liðið byrjaði tímabilið afar vel undir stjórn Adkins og er enn á toppi deildarinnar. Þess ber að geta að Southampton er nýliði í deildinni, en Adkins tók við liðinu í september í fyrra þegar það var í C-deildinni og kom því strax upp. Þrívegis upp úr sömu deildinniMynd/Nordic Photos/GettyÞetta var reyndar í þriðja skiptið á aðeins fjórum tímabilum sem Adkins komst upp úr C-deildinni. Hann gerði það tvívegis með Scunthorpe, sem var ótrúlegur árangur því félagið er þekkt fyrir mikla aðhaldssemi og skynsemi í sínum rekstri. Launakostnaður félagsins er talsvert minni en gengur og gerist í B-deildinni og hjá mörgum félögum í C-deildinni. Það er fyrst og fremst eigandanum Wharton að þakka og ein helsta ástæða þess að hann ákvað að veðja á Adkins á sínum tíma. „Ég veit vel að margir stuðningsmanna okkar vildu gjarnan sjá okkur gefa allt í botn og láta slag standa," sagði Wharton í byrjun árs 2010. „En ég hef einsett mér það að koma félaginu aldrei í vandræði og við höfum alltaf haft trú á því að eyða aðeins því sem við höfum efni á. Það er ótrúlegt að við séum komnir þetta langt en við höfum líka bara verið með tvo knattspyrnustjóra á síðustu þrettán árum," bætti hann við og átti þá við Laws og Adkins. Þess má geta að í janúar 2010 drógust Manchester City og Scunthorpe saman í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Þrátt fyrir gjörólíka stöðu félaganna áttu þau eitt sameiginlegt – bæði voru skuldlaus. City vann leikinn, 4-2. Adkins var vinsæll hjá stuðningsmönnum, sem sungu: „Who needs Mourinho? We've got our physio." (Hver þarf Mourinho? Við erum með sjúkraþjálfarann okkar.) Tvöfaldur meistari í WalesMynd/Nordic Photos/GettyAdkins spilaði sem markvörður á sínum tíma og var á mála hjá Tranmere Rovers, Wigan og Bangor City. Hann var spilandi þjálfari þau þrjú ár sem hann var hjá síðastnefnda félaginu, sem leikur í efstu deild í Wales, en hætti þegar hann lagði hanskana á hilluna vegna meiðsla árið 1996, 31 árs gamall. Þá hafði hann gert liðið að meisturum í Wales í tvígang. Hann gerði sér þó ungur grein fyrir því að hann þyrfti að hafa aðra kosti ef þjálfaraferillinn gengi ekki að óskum. Hann náði sér í háskólagráður í viðskiptum og fjármálum, sem og í sálfræði og þjálfarafræðum. Auk þess útskrifaðist hann sem sjúkraþjálfari árið 1995. Eiginkona Adkins fæddi um svipað leyti son sem var annað barn þeirra hjóna. En stuttu síðar veiktist hún alvarlega og ákváðu þau þá að best væri að hann fyndi sér starf sem skaffaði heimilinu fastar tekjur. Adkins hóf vinnu sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe en um áratug síðar hafði eiginkona hans náð fullri heilsu og Adkins bauðst skyndilega starf knattspyrnustjóra hjá Scunthorpe. Hann þáði og komst að því að árin sem hann starfaði sem sjúkraþjálfari myndu reynast honum vel. „Margir leikmenn sem komu til mín voru í raun ekki meiddir en þurftu smá hvíld frá baráttunni. Eða þá að þeir áttu í vandræðum með áfengisdrykkju – eða voru pirraðir. Það var þá sem ég lærði hversu mikilvæg samskipti knattspyrnustjóra og leikmanna eru," sagði Adkins. Veðjað á réttan hestBob Paisley.Mynd/Nordic Photos/GettyÞegar Alan Pardew var rekinn frá Southampton í lok ágúst 2010 kom því ekki á óvart að forráðamenn félagsins leituðu til Adkins. Hann hafði gott orð á sér, hafði náð góðum árangri og var menntaður í viðskiptum og fjármálum. Southampton var nýbúið að ganga í gegnum greiðslustöðvun, en félagið hafði fallið um tvær deildir á skömmum tíma. Eigendur Southampton virðast hafa veðjað á réttan hest og ef fram heldur sem horfir verður liðið komið aftur í deild þeirra bestu á Englandi innan skamms, þar sem það var samfellt í 27 ár áður en það féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2005. Saga Adkins er þó ekki einsdæmi því Bob Paisley, goðsögnin sjálf hjá Liverpool, hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá félaginu þegar hann hætti að spila. Hann stýrði liðinu í níu ár með stórkostlegum árangri.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira