Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi 16. desember 2011 04:30 Viðurkenning afhent Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, ræðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína, og Salman Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi.fréttablaðið/GVA „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira