Innlent

Neitaði viðtöku trúnaðargagna

Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gekk af fundi stjórnar Orkuveitunnar á föstudag eftir að tillaga hennar um að rætt yrði við Geogreenhouse um að aflétta leynd af samningi milli fyrirtækjanna var felld.

Sóley sagðist neita að taka við upplýsingum sem ætlast væri til að haldið væri leyndum fyrir borgarbúum. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar hefði misst af tækifæri til þess „sjálfbæra gagnsæis“ sem hann sjálfur hefði boðað. Samningurinn er um sölu á rafmagni og heitu og köldu vatni til ylræktarvers á Hellisheiði.

Stjórnin samþykkti að við kynningu á verkefninu yrði arðsemi þess fyrir OR kynnt.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×