Erfiðast að tilkynna fólki um barnsmissi 21. nóvember 2011 05:00 Fórnarlamba umferðarslysa var minnst við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gærmorgun. Viðar Magnússon tók til máls á athöfninni. Mynd/Einar Magnússon „Erfiðasti hlutinn við mitt starf er ekki að sinna þeim sem hafa orðið fyrir slysi. Ef maður hefur góða þjálfun og vinnur í góðu teymi er hægt að gera ótrúlega hluti. En þegar illa fer, og maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að tilkynna einhverjum að hann hafi misst ástvin, þá tekur þetta á. Sérstaklega þegar um börn er að ræða,“ segir Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að tilkynna öðrum að þeir hafi misst börnin sín. Og það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að taka á móti svoleiðis upplýsingum.“ Viðar var einn þeirra sem tóku til máls í minningarathöfn sem fram fór í gærmorgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar var fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn, eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ávarpað samkomuna og sagt frá tilefni dagsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Auk þess að minnast fórnarlamba umferðarslysa var tilgangur athafnarinnar að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum. Fulltrúar þeirra starfsstétta voru viðstaddir athöfnina; áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, starfsmaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk. Auk Viðars sögðu Leifur Halldórsson lögreglumaður og Oddur Eiríksson sjúkraflutningamaður reynslusögur sínar. Um það bil 2 prósent allra dauðsfalla í heiminum eru af völdum umferðarslysa, en á hverju ári látast um 1,2 til 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum. Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum í dag. Af þeim tólf sem látist hafa í umferðinni hér á landi það sem af er þessu ári var helmingur 17 ára og yngri. Fjórir voru 17 ára, ein 13 ára stúlka og eitt 6 ára gamalt barn. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Erfiðasti hlutinn við mitt starf er ekki að sinna þeim sem hafa orðið fyrir slysi. Ef maður hefur góða þjálfun og vinnur í góðu teymi er hægt að gera ótrúlega hluti. En þegar illa fer, og maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að tilkynna einhverjum að hann hafi misst ástvin, þá tekur þetta á. Sérstaklega þegar um börn er að ræða,“ segir Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að tilkynna öðrum að þeir hafi misst börnin sín. Og það ætti enginn að vera settur í þá stöðu að þurfa að taka á móti svoleiðis upplýsingum.“ Viðar var einn þeirra sem tóku til máls í minningarathöfn sem fram fór í gærmorgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar var fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn, eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ávarpað samkomuna og sagt frá tilefni dagsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Auk þess að minnast fórnarlamba umferðarslysa var tilgangur athafnarinnar að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum. Fulltrúar þeirra starfsstétta voru viðstaddir athöfnina; áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, starfsmaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk. Auk Viðars sögðu Leifur Halldórsson lögreglumaður og Oddur Eiríksson sjúkraflutningamaður reynslusögur sínar. Um það bil 2 prósent allra dauðsfalla í heiminum eru af völdum umferðarslysa, en á hverju ári látast um 1,2 til 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum. Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum í dag. Af þeim tólf sem látist hafa í umferðinni hér á landi það sem af er þessu ári var helmingur 17 ára og yngri. Fjórir voru 17 ára, ein 13 ára stúlka og eitt 6 ára gamalt barn. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira