Sigur íslamskra umbótasinna í höfn 29. október 2011 01:00 Rached Ghannouchi og Intissar Kherigi Leiðtogi og einn stofnenda Endurreisnarflokksins ásamt dóttur sinni, sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuþinginu.nordicphotos/AFP Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira