Innlent

Gagnaverið rís á næstu vikum

Á suðurnesjum Gagnaverið verður til húsa að Ásbrú á Suðurnesjum.
Á suðurnesjum Gagnaverið verður til húsa að Ásbrú á Suðurnesjum.
Gagnaver Verne Global kom til hafnar í Helguvík um helgina. Það verður sett upp á næstu vikum.

Gagnaverið er um fimm hundruð fermetrar að stærð og verður sett saman úr 37 einingum. Það verður reist á næstu vikum og áætlað er að starfsemi þess hefjist um áramót.

Gagnaverið að Ásbrú verður hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem ekki mun gefa frá sér gróðurhúsalofttegundir. Bandaríska fyrirtækið Datapipe er fyrsta fyrirtækið sem mun fá hýsingu í hinu nýja gagnaveri. - sm



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×