Reglurnar ekki í gildi þegar keypt var inn 15. október 2011 06:45 Innkaupin umræddu vörðuðu einkum óeirðabúninga, gasgrímur og piparúða. Keypt var af fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða ættingja þeirra. fréttablaðið/anton Haraldur Johannessen „Ábending Ríkisendurskoðunar um meint lögbrot ríkislögreglustjóra við innkaup á búnaði var byggð á reglugerð sem var ekki í gildi þegar innkaupin áttu sér stað.“ Þetta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, spurður um innihald greinargerðar sem embætti ríkislögreglustjóra sendi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, fyrr í mánuðinum í kjölfar ábendinga Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana á tímabilinu 2008 til 2011. Ríkisendurskoðandi taldi að ríkislögreglustjóri hefði átt að bjóða út kaup fyrir 12,6 milljónir króna og leita verðtilboða fyrir um sjö milljónir króna. „Við bendum á það í okkar greinargerð til innanríkisráðherra, að sú reglugerð sem ríkisendurskoðandi styðst við og byggir meginniðurstöðu sína á var ekki í gildi á þeim tíma sem innkaupin áttu sér stað. Innkaupin fóru fram árið 2009, en reglugerðin tók ekki gildi fyrr en ári síðar. Þetta er grundvallaratriði í ábendingu Ríkisendurskoðunar og er því áfellisdómur yfir vinnubrögðum hennar.“ Ríkislögreglustjóri segir að skilja hafi mátt ummæli Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda í fjölmiðlum þannig að ríkislögreglustjóri bæri ábyrgð á 91,3 milljóna króna innkaupum til lögreglunnar í landinu, sem sé alrangt. „Meira að segja telur Ríkisendurskoðun að ríkislögreglustjóri beri ábyrgð á innkaupum Fangelsismálastofnunar ríkisins, sem er líka alrangt.“ Þá segir Haraldur sýnt fram á í greinargerð embættisins að fyllilega lögmætt hafi verið að kaupa vörurnar með þeim hætti sem gert var og á þeim tíma sem um ræðir. „Það er skýrt ákvæði í lögum um opinber innkaup sem veitir heimild til að standa að málum eins og við gerðum. Hér vísa ég til 33. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Okkar lögfræðilega mat er rökstutt í greinargerð embættisins til innanríkisráðherra. Auk þessa var leitað álits erlends lögfræðings sem er doktor í lögum og sérfræðingur í Evrópurétti. Hann staðfestir að ríkislögreglustjóra hafi verið heimilt samkvæmt Evrópurétti að standa að málum eins og gert var.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Haraldur Johannessen „Ábending Ríkisendurskoðunar um meint lögbrot ríkislögreglustjóra við innkaup á búnaði var byggð á reglugerð sem var ekki í gildi þegar innkaupin áttu sér stað.“ Þetta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, spurður um innihald greinargerðar sem embætti ríkislögreglustjóra sendi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, fyrr í mánuðinum í kjölfar ábendinga Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana á tímabilinu 2008 til 2011. Ríkisendurskoðandi taldi að ríkislögreglustjóri hefði átt að bjóða út kaup fyrir 12,6 milljónir króna og leita verðtilboða fyrir um sjö milljónir króna. „Við bendum á það í okkar greinargerð til innanríkisráðherra, að sú reglugerð sem ríkisendurskoðandi styðst við og byggir meginniðurstöðu sína á var ekki í gildi á þeim tíma sem innkaupin áttu sér stað. Innkaupin fóru fram árið 2009, en reglugerðin tók ekki gildi fyrr en ári síðar. Þetta er grundvallaratriði í ábendingu Ríkisendurskoðunar og er því áfellisdómur yfir vinnubrögðum hennar.“ Ríkislögreglustjóri segir að skilja hafi mátt ummæli Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda í fjölmiðlum þannig að ríkislögreglustjóri bæri ábyrgð á 91,3 milljóna króna innkaupum til lögreglunnar í landinu, sem sé alrangt. „Meira að segja telur Ríkisendurskoðun að ríkislögreglustjóri beri ábyrgð á innkaupum Fangelsismálastofnunar ríkisins, sem er líka alrangt.“ Þá segir Haraldur sýnt fram á í greinargerð embættisins að fyllilega lögmætt hafi verið að kaupa vörurnar með þeim hætti sem gert var og á þeim tíma sem um ræðir. „Það er skýrt ákvæði í lögum um opinber innkaup sem veitir heimild til að standa að málum eins og við gerðum. Hér vísa ég til 33. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Okkar lögfræðilega mat er rökstutt í greinargerð embættisins til innanríkisráðherra. Auk þessa var leitað álits erlends lögfræðings sem er doktor í lögum og sérfræðingur í Evrópurétti. Hann staðfestir að ríkislögreglustjóra hafi verið heimilt samkvæmt Evrópurétti að standa að málum eins og gert var.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira