Jói Kalli: Ég er Skagamaður með gult og svart hjarta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 08:00 Jóhannes Karl er hér í leik með Huddersfield á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images Jóhannes Karl Guðjónsson gerir lítið annað þessa dagana en að mæta á æfingar hjá liði sínu, Huddersfield, í Englandi. Hann fær ekki að spila með liðinu og bíður þess nú að losna frá félaginu svo hann geti flutt aftur heim til Íslands með sinni fjölskyldu. Langlíklegast er að hann gangi til liðs við ÍA, uppeldisfélagið sitt, en hann hefur einnig verið orðaður við KR. „Já, ég las þetta á Fótbolti.net,“ segir Jóhannes Karl í léttum dúr en nafn hans birtist í tengslum við KR í slúðurpakka síðunnar. Hann vildi þó lítið gefa fyrir tenginguna. „Allar þreifingar eru á frumstigi enda má ég ekki byrja að tala við önnur lið fyrr en í janúar. Það eina sem ég hef gert er að segjast vilja koma heim og hefur ÍA sagst vilja fá mig. Ég er Skagamaður í húð og hár og með gult og svart hjarta. Ég vona að þetta sé allt á réttri leið.“ „Jú, það er mjög skrýtið. Þetta verður í raun eins og venjuleg vinna. Ég mæti á æfingar en tek svo aldrei þátt í leikjunum - ég er svo yfirleitt í helgarfríi þegar liði spilar á útivelli,“ segir hann en tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti. „Þetta er bara staðan sem er komin upp. Við í fjölskyldunni erum búin að ákveða að koma heim og því er þetta bara í góðu lagi.“ Hann segir nánast útilokað að hann spili aftur með Huddersfield og hefur hann þegar hafnað nokkrum tilboðum um að fara á láni til annarra félaga, bæði sunnar í Englandi sem og í Skotlandi. „Ég er nú ekkert sérstkalega spenntur fyrir því að fara í eitthvað af þessum minni liðum sem spila í sömu deild og Huddersfield. Það getur því bara vel verið að klári bara minn samning hér en ég er fyrst og fremst að vona að ég losni undan honum sem allra fyrst. Það fer eftir því hvort þeir eru tilbúnir að gera við mig starfslokasamning,“ segir Jóhannes Karl sem bindur þó vonir við að losna frá félaginu eftir áramót, jafnvel í febrúar. „Þeir eru enn að vonast til þess að ég fari eitthvað annað á láni en þeir eru kannski til í að semja við mig þegar að lokað verður fyrir félagaskipti í lok janúar.“ Huddersfield gengur vel en liðið er í þriðja sæti og enn taplaust eftir tólf leiki. Stjóri liðsins er Lee Clark, fyrrum leikmaður Newcastle, Sunderland og Fulham og gallharður miðjumaður sem svipaði mjög til Jóhannesar Karls á meðan hann spilaði. „Ég held að Huddersfield fari beint upp og að ekkert lið í þessari deild geti komið í veg fyrir það. Liðið er gott og leikmannahópurinn breiður,“ segir Jóhannes og neitar því ekki að Clark var leikmaður að hans skapi. „Hann er mjög svipaður sem knattspyrnustjóri - hörkunagli og afar metnaðarfullur. Ég get séð fyrir mér að hann muni ná lengra sem þjálfari í framtíðinni.“ Jóhannes á ekki von á því að fá kallið frá Clark, þó svo að aðrir leikmenn meiðist eða fari í bann. „Maður á aldrei að segja aldrei en það er oft þannig með þessa stjóra að þegar þeir eru búnir að taka ákvörðun eiga þeir erfitt með að breyta henni. Ég er samt tilbúinn ef þess þarf.“ - esá Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson gerir lítið annað þessa dagana en að mæta á æfingar hjá liði sínu, Huddersfield, í Englandi. Hann fær ekki að spila með liðinu og bíður þess nú að losna frá félaginu svo hann geti flutt aftur heim til Íslands með sinni fjölskyldu. Langlíklegast er að hann gangi til liðs við ÍA, uppeldisfélagið sitt, en hann hefur einnig verið orðaður við KR. „Já, ég las þetta á Fótbolti.net,“ segir Jóhannes Karl í léttum dúr en nafn hans birtist í tengslum við KR í slúðurpakka síðunnar. Hann vildi þó lítið gefa fyrir tenginguna. „Allar þreifingar eru á frumstigi enda má ég ekki byrja að tala við önnur lið fyrr en í janúar. Það eina sem ég hef gert er að segjast vilja koma heim og hefur ÍA sagst vilja fá mig. Ég er Skagamaður í húð og hár og með gult og svart hjarta. Ég vona að þetta sé allt á réttri leið.“ „Jú, það er mjög skrýtið. Þetta verður í raun eins og venjuleg vinna. Ég mæti á æfingar en tek svo aldrei þátt í leikjunum - ég er svo yfirleitt í helgarfríi þegar liði spilar á útivelli,“ segir hann en tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti. „Þetta er bara staðan sem er komin upp. Við í fjölskyldunni erum búin að ákveða að koma heim og því er þetta bara í góðu lagi.“ Hann segir nánast útilokað að hann spili aftur með Huddersfield og hefur hann þegar hafnað nokkrum tilboðum um að fara á láni til annarra félaga, bæði sunnar í Englandi sem og í Skotlandi. „Ég er nú ekkert sérstkalega spenntur fyrir því að fara í eitthvað af þessum minni liðum sem spila í sömu deild og Huddersfield. Það getur því bara vel verið að klári bara minn samning hér en ég er fyrst og fremst að vona að ég losni undan honum sem allra fyrst. Það fer eftir því hvort þeir eru tilbúnir að gera við mig starfslokasamning,“ segir Jóhannes Karl sem bindur þó vonir við að losna frá félaginu eftir áramót, jafnvel í febrúar. „Þeir eru enn að vonast til þess að ég fari eitthvað annað á láni en þeir eru kannski til í að semja við mig þegar að lokað verður fyrir félagaskipti í lok janúar.“ Huddersfield gengur vel en liðið er í þriðja sæti og enn taplaust eftir tólf leiki. Stjóri liðsins er Lee Clark, fyrrum leikmaður Newcastle, Sunderland og Fulham og gallharður miðjumaður sem svipaði mjög til Jóhannesar Karls á meðan hann spilaði. „Ég held að Huddersfield fari beint upp og að ekkert lið í þessari deild geti komið í veg fyrir það. Liðið er gott og leikmannahópurinn breiður,“ segir Jóhannes og neitar því ekki að Clark var leikmaður að hans skapi. „Hann er mjög svipaður sem knattspyrnustjóri - hörkunagli og afar metnaðarfullur. Ég get séð fyrir mér að hann muni ná lengra sem þjálfari í framtíðinni.“ Jóhannes á ekki von á því að fá kallið frá Clark, þó svo að aðrir leikmenn meiðist eða fari í bann. „Maður á aldrei að segja aldrei en það er oft þannig með þessa stjóra að þegar þeir eru búnir að taka ákvörðun eiga þeir erfitt með að breyta henni. Ég er samt tilbúinn ef þess þarf.“ - esá
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira