Íslenski boltinn

Blikar vilja halda Ólafi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur er samningsbundinn Blikum.fréttablaðið/pjetur
Ólafur er samningsbundinn Blikum.fréttablaðið/pjetur
Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks mun setjast niður með Ólafi Kristjánssyni í dag og ræða framtíðina. Ólafur skrifaði undir nýjan samning við Blika fyrir tímabilið og einhugur er innan stjórnar með að halda Ólafi sem þjálfara liðsins.

„Ólafur hættir ekki að vera besti þjálfari á Íslandi þó svo það hafi gengið illa í sumar,“ sagði Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

„Þetta sumar var lærdómsríkt fyrir okkur og við verðum að læra af því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×