Pistillinn: Fullorðni óvitinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2011 06:00 Nordic Photos / Getty Images „Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum. Pistillinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
„Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum.
Pistillinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira