Enski boltinn

Eiður vill fá langtímasamning við Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leiknum gegn Chelsea.
Eiður Smári í leiknum gegn Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Haft er eftir Eiði Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í dag að hann vilji fá langtímasamning við Fulham eftir að lánssamningur félagsins við Stoke rennur út í lok leiktíðarinnar.

Eiður fór frá Monaco í Frakklandi til Stoke í haust en fékk lítið sem ekekrt að spila með síðarnefnda liðinu á fyrri hluta tímabilsins.

Hann var því lánaður til Fulham í lok janúar og spilaði hann í rúmar tíu mínútur er liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea á mánudagskvöldið. Þótti hann eiga góða innkomu.

„Þetta var erfiður tímim hjá Stoke en þetta félag hefur verið eins og ferskur andblær fyrir mig," sagði Eiður Smári.

„Ég veit að ég er ekki á langtímasamningi eins og er en ég vil sýna hvað ég get. Hver veit hvað gerist í sumar?"

„Ég er 32 ára gamall, í góðu líkamlegu formi, laus við meiðsli og vil standa mig vel. Ég tel að ég hafi enn mikið að gefa."

„Aðstaðan hér er frábær, æfingarnar mjög góðar og ég er ákveðinn í því að koma mér aftur af stað og hjálpa Fulham eins mikið og ég get."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×