Leikmenn bera líka sök á genginu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 06:00 Rúrik Gíslason er af framtíðarmönnunum í íslenska A-landsliðinu. Hér er hann í leik með 21 árs landsliðinu á EM í sumar. Mynd/Anton Ísland mætir Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í undankeppni EM 2012 í kvöld. Fátt annað en stoltið er í húfi hjá íslenska liðinu en það norska á í harðri baráttu um sæti í sjálfri lokakeppninni í Póllandi og Úkraínu á næsta ári. Í síðustu viku var tilkynnt að Ólafur myndi stíga til hliðar að lokinni undankeppninni þegar samningur hans við KSÍ rennur út. Sjálfur segir hann að sú tilkynning hafi engu breytt í undirbúningi leiksins. „Ég mun klára minn samning og sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þetta hefur því engu breytt,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi íslenska liðsins á Ullevaal í gær. Hann segist engin sérstök viðbrögð hafa fengið frá leikmönnunum um tíðindin. „Nei, ekki nein.“ Rúrik Gíslason var einnig á fundinum og segist sjálfur ekki hafa leitt hugann mikið að stöðu Ólafs. „Landsleikir skipta alltaf jafn miklu máli, hvort sem Óli er að hætta eða ekki. Hann er enn þjálfarinn okkar.“ Mikil og sterk umræða hefur verið um stöðu Ólafs undanfarna mánuði og segir Rúrik að honum sé viss vorkunn. „Auðvitað vorkennir maður Óla, hann hefur fengið alla gagnrýnina. En það má ekki heldur gleyma því að við erum lið og þó svo að þjálfarinn taki mikla ábyrgð á því berum við leikmenn okkar sök. Við vitum vel að við höfum ekki verið að standa okkur eins og við getum best.“ Ísland vann síðan keppnisleik árið 2008 og segir Rúrik að leikmenn hungri í sigur. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir landsleikjum og er ávallt fullur sjálfstrausts. Við förum inn í alla leiki til að vinna og það er engin breyting á því núna. Vissulega eru meiðsli og forföll í okkar hópi en við eigum góða leikmenn sem koma inn í liðið í þeirra stað. Ég finn að menn eru hungraðir í sigurinn.“ Á blaðamannafundinum voru þeir sem fyrir svörum sátu spurðir af norskum blaðamönnum út í stöðu Íslands á heimslista FIFA. Rúrik gaf lítið fyrir þær spurningar. „Þetta skiptir mig engu máli. Við vitum best sjálfir hvernig við höfum staðið okkur upp á síðkastið og tek ég þessu ekki alvarlega.“ Um leikinn sjálfan sagði Ólafur að hann ætti von á því að Norðmenn myndu sækja hratt og stíft á íslensku vörnina. „Lykilatriði verður eins og alltaf að verjast vel. Ég býst við mikilli hápressu frá Norðmönnum og hef undirbúið liðið fyrir það.“ Mikil forföll eru í íslenska landsliðinu og verður Kristján Örn Sigurðsson í banni í kvöld. Indriði Sigurðsson gæti tekið stöðu hans sem miðvörður og Hjörtur Logi Valgarðsson þá komið inn í stöðu vinstri bakvarðar. Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla, sem og Ólafur Ingi Skúlason, og því líklegt að Helgi Valur Daníelsson sinni stöðu varnartengiliðs við hlið Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Að öðru leyti ætti uppstillingin að vera nokkuð hefðbundin, með Kolbein Sigþórsson sem fremsta sóknarmann. Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Ísland mætir Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í undankeppni EM 2012 í kvöld. Fátt annað en stoltið er í húfi hjá íslenska liðinu en það norska á í harðri baráttu um sæti í sjálfri lokakeppninni í Póllandi og Úkraínu á næsta ári. Í síðustu viku var tilkynnt að Ólafur myndi stíga til hliðar að lokinni undankeppninni þegar samningur hans við KSÍ rennur út. Sjálfur segir hann að sú tilkynning hafi engu breytt í undirbúningi leiksins. „Ég mun klára minn samning og sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þetta hefur því engu breytt,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi íslenska liðsins á Ullevaal í gær. Hann segist engin sérstök viðbrögð hafa fengið frá leikmönnunum um tíðindin. „Nei, ekki nein.“ Rúrik Gíslason var einnig á fundinum og segist sjálfur ekki hafa leitt hugann mikið að stöðu Ólafs. „Landsleikir skipta alltaf jafn miklu máli, hvort sem Óli er að hætta eða ekki. Hann er enn þjálfarinn okkar.“ Mikil og sterk umræða hefur verið um stöðu Ólafs undanfarna mánuði og segir Rúrik að honum sé viss vorkunn. „Auðvitað vorkennir maður Óla, hann hefur fengið alla gagnrýnina. En það má ekki heldur gleyma því að við erum lið og þó svo að þjálfarinn taki mikla ábyrgð á því berum við leikmenn okkar sök. Við vitum vel að við höfum ekki verið að standa okkur eins og við getum best.“ Ísland vann síðan keppnisleik árið 2008 og segir Rúrik að leikmenn hungri í sigur. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir landsleikjum og er ávallt fullur sjálfstrausts. Við förum inn í alla leiki til að vinna og það er engin breyting á því núna. Vissulega eru meiðsli og forföll í okkar hópi en við eigum góða leikmenn sem koma inn í liðið í þeirra stað. Ég finn að menn eru hungraðir í sigurinn.“ Á blaðamannafundinum voru þeir sem fyrir svörum sátu spurðir af norskum blaðamönnum út í stöðu Íslands á heimslista FIFA. Rúrik gaf lítið fyrir þær spurningar. „Þetta skiptir mig engu máli. Við vitum best sjálfir hvernig við höfum staðið okkur upp á síðkastið og tek ég þessu ekki alvarlega.“ Um leikinn sjálfan sagði Ólafur að hann ætti von á því að Norðmenn myndu sækja hratt og stíft á íslensku vörnina. „Lykilatriði verður eins og alltaf að verjast vel. Ég býst við mikilli hápressu frá Norðmönnum og hef undirbúið liðið fyrir það.“ Mikil forföll eru í íslenska landsliðinu og verður Kristján Örn Sigurðsson í banni í kvöld. Indriði Sigurðsson gæti tekið stöðu hans sem miðvörður og Hjörtur Logi Valgarðsson þá komið inn í stöðu vinstri bakvarðar. Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla, sem og Ólafur Ingi Skúlason, og því líklegt að Helgi Valur Daníelsson sinni stöðu varnartengiliðs við hlið Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Að öðru leyti ætti uppstillingin að vera nokkuð hefðbundin, með Kolbein Sigþórsson sem fremsta sóknarmann.
Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira