Leikmenn bera líka sök á genginu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 06:00 Rúrik Gíslason er af framtíðarmönnunum í íslenska A-landsliðinu. Hér er hann í leik með 21 árs landsliðinu á EM í sumar. Mynd/Anton Ísland mætir Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í undankeppni EM 2012 í kvöld. Fátt annað en stoltið er í húfi hjá íslenska liðinu en það norska á í harðri baráttu um sæti í sjálfri lokakeppninni í Póllandi og Úkraínu á næsta ári. Í síðustu viku var tilkynnt að Ólafur myndi stíga til hliðar að lokinni undankeppninni þegar samningur hans við KSÍ rennur út. Sjálfur segir hann að sú tilkynning hafi engu breytt í undirbúningi leiksins. „Ég mun klára minn samning og sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þetta hefur því engu breytt,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi íslenska liðsins á Ullevaal í gær. Hann segist engin sérstök viðbrögð hafa fengið frá leikmönnunum um tíðindin. „Nei, ekki nein.“ Rúrik Gíslason var einnig á fundinum og segist sjálfur ekki hafa leitt hugann mikið að stöðu Ólafs. „Landsleikir skipta alltaf jafn miklu máli, hvort sem Óli er að hætta eða ekki. Hann er enn þjálfarinn okkar.“ Mikil og sterk umræða hefur verið um stöðu Ólafs undanfarna mánuði og segir Rúrik að honum sé viss vorkunn. „Auðvitað vorkennir maður Óla, hann hefur fengið alla gagnrýnina. En það má ekki heldur gleyma því að við erum lið og þó svo að þjálfarinn taki mikla ábyrgð á því berum við leikmenn okkar sök. Við vitum vel að við höfum ekki verið að standa okkur eins og við getum best.“ Ísland vann síðan keppnisleik árið 2008 og segir Rúrik að leikmenn hungri í sigur. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir landsleikjum og er ávallt fullur sjálfstrausts. Við förum inn í alla leiki til að vinna og það er engin breyting á því núna. Vissulega eru meiðsli og forföll í okkar hópi en við eigum góða leikmenn sem koma inn í liðið í þeirra stað. Ég finn að menn eru hungraðir í sigurinn.“ Á blaðamannafundinum voru þeir sem fyrir svörum sátu spurðir af norskum blaðamönnum út í stöðu Íslands á heimslista FIFA. Rúrik gaf lítið fyrir þær spurningar. „Þetta skiptir mig engu máli. Við vitum best sjálfir hvernig við höfum staðið okkur upp á síðkastið og tek ég þessu ekki alvarlega.“ Um leikinn sjálfan sagði Ólafur að hann ætti von á því að Norðmenn myndu sækja hratt og stíft á íslensku vörnina. „Lykilatriði verður eins og alltaf að verjast vel. Ég býst við mikilli hápressu frá Norðmönnum og hef undirbúið liðið fyrir það.“ Mikil forföll eru í íslenska landsliðinu og verður Kristján Örn Sigurðsson í banni í kvöld. Indriði Sigurðsson gæti tekið stöðu hans sem miðvörður og Hjörtur Logi Valgarðsson þá komið inn í stöðu vinstri bakvarðar. Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla, sem og Ólafur Ingi Skúlason, og því líklegt að Helgi Valur Daníelsson sinni stöðu varnartengiliðs við hlið Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Að öðru leyti ætti uppstillingin að vera nokkuð hefðbundin, með Kolbein Sigþórsson sem fremsta sóknarmann. Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Ísland mætir Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í undankeppni EM 2012 í kvöld. Fátt annað en stoltið er í húfi hjá íslenska liðinu en það norska á í harðri baráttu um sæti í sjálfri lokakeppninni í Póllandi og Úkraínu á næsta ári. Í síðustu viku var tilkynnt að Ólafur myndi stíga til hliðar að lokinni undankeppninni þegar samningur hans við KSÍ rennur út. Sjálfur segir hann að sú tilkynning hafi engu breytt í undirbúningi leiksins. „Ég mun klára minn samning og sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þetta hefur því engu breytt,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi íslenska liðsins á Ullevaal í gær. Hann segist engin sérstök viðbrögð hafa fengið frá leikmönnunum um tíðindin. „Nei, ekki nein.“ Rúrik Gíslason var einnig á fundinum og segist sjálfur ekki hafa leitt hugann mikið að stöðu Ólafs. „Landsleikir skipta alltaf jafn miklu máli, hvort sem Óli er að hætta eða ekki. Hann er enn þjálfarinn okkar.“ Mikil og sterk umræða hefur verið um stöðu Ólafs undanfarna mánuði og segir Rúrik að honum sé viss vorkunn. „Auðvitað vorkennir maður Óla, hann hefur fengið alla gagnrýnina. En það má ekki heldur gleyma því að við erum lið og þó svo að þjálfarinn taki mikla ábyrgð á því berum við leikmenn okkar sök. Við vitum vel að við höfum ekki verið að standa okkur eins og við getum best.“ Ísland vann síðan keppnisleik árið 2008 og segir Rúrik að leikmenn hungri í sigur. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir landsleikjum og er ávallt fullur sjálfstrausts. Við förum inn í alla leiki til að vinna og það er engin breyting á því núna. Vissulega eru meiðsli og forföll í okkar hópi en við eigum góða leikmenn sem koma inn í liðið í þeirra stað. Ég finn að menn eru hungraðir í sigurinn.“ Á blaðamannafundinum voru þeir sem fyrir svörum sátu spurðir af norskum blaðamönnum út í stöðu Íslands á heimslista FIFA. Rúrik gaf lítið fyrir þær spurningar. „Þetta skiptir mig engu máli. Við vitum best sjálfir hvernig við höfum staðið okkur upp á síðkastið og tek ég þessu ekki alvarlega.“ Um leikinn sjálfan sagði Ólafur að hann ætti von á því að Norðmenn myndu sækja hratt og stíft á íslensku vörnina. „Lykilatriði verður eins og alltaf að verjast vel. Ég býst við mikilli hápressu frá Norðmönnum og hef undirbúið liðið fyrir það.“ Mikil forföll eru í íslenska landsliðinu og verður Kristján Örn Sigurðsson í banni í kvöld. Indriði Sigurðsson gæti tekið stöðu hans sem miðvörður og Hjörtur Logi Valgarðsson þá komið inn í stöðu vinstri bakvarðar. Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla, sem og Ólafur Ingi Skúlason, og því líklegt að Helgi Valur Daníelsson sinni stöðu varnartengiliðs við hlið Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Að öðru leyti ætti uppstillingin að vera nokkuð hefðbundin, með Kolbein Sigþórsson sem fremsta sóknarmann.
Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira