Enski boltinn

Ireland og Best skelltu sér á djammið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ireland og Best leiddist ekkert að sýna á sér magavöðvanna.
Ireland og Best leiddist ekkert að sýna á sér magavöðvanna.
Alan Pawdew, knattspyrnustjóri Newcastle, var afar óhress eftir 4-0 tap gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær og ekki batnaði ástandið eftir að fréttir bárust af því að leikmenn liðsins, þeir Stephen Ireland og Leon Best hefðu skellt sér á djammið, kvöldi fyrir leikinn.

Ireland og Best eru báðir meiddir og fóru því ekki með Newcastle í leikinn gegn Stoke. Pardwe hefur nú lofað að málið verði rannsakað eftir að myndir af leikmönnunum, berum að ofan, birtustu á internetinu. Þeir gætu nú átt fyrir höfði sér refsingu hjá félaginu eftir þetta útspil.

„Ég mun skoða þetta mál á mánudag. Það er ljóst að þetta er ekki eitthvað sem við viljum sjá skömmu fyrir leik, jafnvel þó að leikmennirnir séu ekki með í leiknum,“ sagði Pardew sem aðeins hefur náð að stýra Newcastle til sigurs í einum leik af síðustu tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×