Þórður Þórðarson: Hef meiri trú á Fram en Víkingi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 08:00 Atli Viðar Björnsson, FH, og Blikinn Kristinn Jónsson í fyrri leik liðanna í sumar. Fréttablaðið/vilhelm Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki toppsætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari toppliðs ÍA í 1. deild karla, telur einmitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslandsmeistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berjast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýnist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í ÁrbænumValur mætir Grindavík á heimavelli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því áttunda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinnar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinnar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórður en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiðablik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin talaStjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlausum Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsingaglaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skilaboð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga FramFram er í botnsæti deildarinnar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga liðinu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórsarar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deildSkagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágætlega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skagamenn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki toppsætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari toppliðs ÍA í 1. deild karla, telur einmitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslandsmeistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berjast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýnist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í ÁrbænumValur mætir Grindavík á heimavelli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því áttunda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinnar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinnar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórður en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiðablik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin talaStjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlausum Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsingaglaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skilaboð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga FramFram er í botnsæti deildarinnar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga liðinu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórsarar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deildSkagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágætlega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skagamenn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira