Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2011 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó. Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó.
Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira