Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2011 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó. Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó.
Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira