Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum 15. júlí 2011 06:00 vigdís hauksdóttir Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum. Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum.
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira