Kolbeinn skrifar undir hjá stórliði Ajax í dag Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júlí 2011 07:00 Kolbeinn, sem hér skorar fyrir AZ Alkmaar síðasta vetur, verður fyrsti Íslendingurinn sem spilar fyrir stórlið Ajax.nordic photos/afp Íslenska ungstirnið, Kolbeinn Sigþórsson, skrifar í dag undir í fjögurra ára samning við hollensku meistarana í Ajax, en Kolbeinn hefur verið á mála hjá hollenska félaginu, AZ Alkmaar, síðan árið 2007 og staðið sig vonum framar. Kolbeinn gerði 15 mörk fyrir AZ Alkmaar á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við Ajax undanfarna mánuði. Þetta mun vera frábært tækifæri fyrir þennan snjalla framherja og varla hægt að ímynda sér betri stað til að bæta sig sem knattspyrnumann, en Kolbeinn verður fyrsti Íslendingurinn til að leika fyrir stórlið Ajax. Fréttablaðið náði tali af Andra Sigþórssyni, bróður Kolbeins og jafnframt umboðsmanni leikmannsins, í gær þar sem þeir bræður voru í þann mund að taka á loft til Amsterdam. „Við erum rétt í þessu að taka á loft til Hollands, en Kolbeinn mun fara í læknisskoðun á morgun og í framhaldinu af því skrifa undir fjögurra ára samning við Ajax,“ staðfesti Andri Sigþórsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir Kolbein og við erum í raun í skýjunum. Kaupverðið er ekki alveg komið á hreint en liðin eiga formlega eftir að gefa út yfirlýsingu um verðmiðann,” sagði Andri en samkvæmt hollenskum fjölmiðlum greiðir Ajax 665 milljónir íslenskra króna fyrir íslenska landsliðsmanninn. Kolbeinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Alkmaar. „Það er allt til alls hjá þessum klúbbi og aðstæður alveg til fyrirmyndar, þetta var í raun aldrei spurning hjá Kolbeini að fara þangað,“ sagði Andri. Fótbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Íslenska ungstirnið, Kolbeinn Sigþórsson, skrifar í dag undir í fjögurra ára samning við hollensku meistarana í Ajax, en Kolbeinn hefur verið á mála hjá hollenska félaginu, AZ Alkmaar, síðan árið 2007 og staðið sig vonum framar. Kolbeinn gerði 15 mörk fyrir AZ Alkmaar á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við Ajax undanfarna mánuði. Þetta mun vera frábært tækifæri fyrir þennan snjalla framherja og varla hægt að ímynda sér betri stað til að bæta sig sem knattspyrnumann, en Kolbeinn verður fyrsti Íslendingurinn til að leika fyrir stórlið Ajax. Fréttablaðið náði tali af Andra Sigþórssyni, bróður Kolbeins og jafnframt umboðsmanni leikmannsins, í gær þar sem þeir bræður voru í þann mund að taka á loft til Amsterdam. „Við erum rétt í þessu að taka á loft til Hollands, en Kolbeinn mun fara í læknisskoðun á morgun og í framhaldinu af því skrifa undir fjögurra ára samning við Ajax,“ staðfesti Andri Sigþórsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir Kolbein og við erum í raun í skýjunum. Kaupverðið er ekki alveg komið á hreint en liðin eiga formlega eftir að gefa út yfirlýsingu um verðmiðann,” sagði Andri en samkvæmt hollenskum fjölmiðlum greiðir Ajax 665 milljónir íslenskra króna fyrir íslenska landsliðsmanninn. Kolbeinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Alkmaar. „Það er allt til alls hjá þessum klúbbi og aðstæður alveg til fyrirmyndar, þetta var í raun aldrei spurning hjá Kolbeini að fara þangað,“ sagði Andri.
Fótbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira