Lögregla gæti hafa gert mistök í máli barnaníðings

„Sé það svo að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði staðfestur í Hæstarétti, þá hlýtur lögreglustjórinn á Selfossi auðvitað að hafa gert mistök," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi.
„Hins vegar er það augljóst að ég á ekki gott með að tjá mig um málið á þessu stigi, meðan Hæstiréttur hefur ekki fellt sinn dóm um gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms. Ég tel að í raun eigi að reka svona alvarleg og hryllileg mál eins og þarna er um að ræða fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum," bætir Ólafur Helgi við og undirstrikar að enn hafi ekki verið gefin út ákæra í umræddu máli.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var umræddur maður úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag og hefur hann kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Í fórum hans fannst síðastliðið haust fjöldi ljósmynda og hreyfimynda sem hann hafði meðal annars tekið af sér og barninu.
- jss
Tengdar fréttir

Níddist á telpu og myndaði athæfið
Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti.

Kallar eftir afsögn sýslumannsins á Selfossi
Fulltrúi í stjórnlagaráði segir að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sé ekki fær um að vernda fólk og eigi því að segja af sér þegar í stað.

Sýslumaður átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir stjúpföðurnum
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og segir að eðlilegt hefði verið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem talinn er hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki eru grunur um að maðurinn hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Rætt var við Björgvin kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.