Innlent

Sýslumaður átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir stjúpföðurnum

Björgvin Björgvinsson.
Björgvin Björgvinsson. Mynd/GVA
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og segir að eðlilegt hefði verið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem talinn er hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki eru grunur um að maðurinn hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Rætt var við Björgvin kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Fréttablaðið greindi frá málinu í dag en um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem búsettur er í Vestamannaeyjum. Hann var í Héraðsdómi Suðurlands síðastliðinn laugardag úrskurðaður í gæsluvarðhald í einn mánuð á grundvelli almannahagsmuna.

Í hádegisfréttum Rúv sagði Ólafur Helgi að það hefði verið mat hans að almannahagsmunir væru ekki í húfi þótt maðurinn gengi laus og ákvað að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir honum. Björgvin gagnrýnir Ólaf Helga og segir að nægir hagsmunir hefðu verið í málinu til að loka manninn inni.




Tengdar fréttir

Níddist á telpu og myndaði athæfið

Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×