Saka Frey um óheiðarleg vinnbrögð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. maí 2011 07:00 Freyr Alexandersson, til hægri, segir ekkert hæft í ásökunum KR-inga. Hann hafi ekki rætt við Ingólf um að koma í Val. fréttablaðið/anton Hinn 18 ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðsson, setti allt á loft upp í Vesturbænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sér frá KR. Ingólfur fjarlægði síðar færsluna en viðurkenndi í samtali við fótbolti.net að hafa sett færsluna inn viljandi þar sem hann sé til í að gera allt til þess að losna frá KR. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að framkoma Ingólfs valdi sér vonbrigðum. Hann segir þó aðstoðarþjálfara Vals, Frey Alexandersson, hafa skipt sér fullmikið af málinu. „Þetta kom okkur á óvart. Heimildir okkar, frá Ingólfi sjálfum, herma að Valsmenn hafi verið að ræða við hann. Hann er samningsbundinn KR og það er því ólöglegt. Ingólfur segir að það sé Freyr aðstoðarþjálfari. Við höfum sent inn formlega kvörtun til KSÍ vegna þessa máls,“ sagði Kristinn en hann hefur ekkert rætt við Val vegna málsins. „Drengurinn er samningsbundinn KR og það vita allir að svona á ekki að vinna hlutina. Samkvæmt okkur upplýsingum er búið að ræða við hann um hugsanleg félagsskipti í Val. Eina sem við getum gert í því er að senda inn kvörtun. Þetta eru samt kaldar kveðjur til annarra sem eru í kringum hann í KR.“ Fréttablaðið hafði samband við Frey og bar þessar ásakanir KR undir hann. „Ég kem af fjöllum og þetta er úr lausu lofti gripið. Ég hef ekki rætt við Ingólf um hans málefni síðan í janúar er við reyndum að fá hann. Þá fór hann í KR. Þetta er rangt,“ sagði Freyr. „Mér finnst ömurlegt að KR sé að klína þessu á mig. Þetta er annað hvort misskilningur eða lygi.“ Ingólfur er samningsbundinn KR út leiktíðina og verður að teljast afar ólíklegt að hann eigi afturkvæmt í leikmannahóp KR eftir upphlaupið. „Flestir geta eflaust sagt sér að það sé ekki mikill áhugi að vinna með manni sem kemur svona fram. Við förum yfir það í rólegheitum hvað gerist næst í hans málum,“ sagði Kristinn en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur vel til greina hjá KR að lána Ingólf. Valur er þó ekki möguleiki sem stendur en Þór á Akureyri fær leikmanninn hugsanlega að láni. Hvort Ingólfur vilji fara þangað er önnur saga. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Hinn 18 ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðsson, setti allt á loft upp í Vesturbænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sér frá KR. Ingólfur fjarlægði síðar færsluna en viðurkenndi í samtali við fótbolti.net að hafa sett færsluna inn viljandi þar sem hann sé til í að gera allt til þess að losna frá KR. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að framkoma Ingólfs valdi sér vonbrigðum. Hann segir þó aðstoðarþjálfara Vals, Frey Alexandersson, hafa skipt sér fullmikið af málinu. „Þetta kom okkur á óvart. Heimildir okkar, frá Ingólfi sjálfum, herma að Valsmenn hafi verið að ræða við hann. Hann er samningsbundinn KR og það er því ólöglegt. Ingólfur segir að það sé Freyr aðstoðarþjálfari. Við höfum sent inn formlega kvörtun til KSÍ vegna þessa máls,“ sagði Kristinn en hann hefur ekkert rætt við Val vegna málsins. „Drengurinn er samningsbundinn KR og það vita allir að svona á ekki að vinna hlutina. Samkvæmt okkur upplýsingum er búið að ræða við hann um hugsanleg félagsskipti í Val. Eina sem við getum gert í því er að senda inn kvörtun. Þetta eru samt kaldar kveðjur til annarra sem eru í kringum hann í KR.“ Fréttablaðið hafði samband við Frey og bar þessar ásakanir KR undir hann. „Ég kem af fjöllum og þetta er úr lausu lofti gripið. Ég hef ekki rætt við Ingólf um hans málefni síðan í janúar er við reyndum að fá hann. Þá fór hann í KR. Þetta er rangt,“ sagði Freyr. „Mér finnst ömurlegt að KR sé að klína þessu á mig. Þetta er annað hvort misskilningur eða lygi.“ Ingólfur er samningsbundinn KR út leiktíðina og verður að teljast afar ólíklegt að hann eigi afturkvæmt í leikmannahóp KR eftir upphlaupið. „Flestir geta eflaust sagt sér að það sé ekki mikill áhugi að vinna með manni sem kemur svona fram. Við förum yfir það í rólegheitum hvað gerist næst í hans málum,“ sagði Kristinn en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur vel til greina hjá KR að lána Ingólf. Valur er þó ekki möguleiki sem stendur en Þór á Akureyri fær leikmanninn hugsanlega að láni. Hvort Ingólfur vilji fara þangað er önnur saga.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira