Saka Frey um óheiðarleg vinnbrögð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. maí 2011 07:00 Freyr Alexandersson, til hægri, segir ekkert hæft í ásökunum KR-inga. Hann hafi ekki rætt við Ingólf um að koma í Val. fréttablaðið/anton Hinn 18 ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðsson, setti allt á loft upp í Vesturbænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sér frá KR. Ingólfur fjarlægði síðar færsluna en viðurkenndi í samtali við fótbolti.net að hafa sett færsluna inn viljandi þar sem hann sé til í að gera allt til þess að losna frá KR. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að framkoma Ingólfs valdi sér vonbrigðum. Hann segir þó aðstoðarþjálfara Vals, Frey Alexandersson, hafa skipt sér fullmikið af málinu. „Þetta kom okkur á óvart. Heimildir okkar, frá Ingólfi sjálfum, herma að Valsmenn hafi verið að ræða við hann. Hann er samningsbundinn KR og það er því ólöglegt. Ingólfur segir að það sé Freyr aðstoðarþjálfari. Við höfum sent inn formlega kvörtun til KSÍ vegna þessa máls,“ sagði Kristinn en hann hefur ekkert rætt við Val vegna málsins. „Drengurinn er samningsbundinn KR og það vita allir að svona á ekki að vinna hlutina. Samkvæmt okkur upplýsingum er búið að ræða við hann um hugsanleg félagsskipti í Val. Eina sem við getum gert í því er að senda inn kvörtun. Þetta eru samt kaldar kveðjur til annarra sem eru í kringum hann í KR.“ Fréttablaðið hafði samband við Frey og bar þessar ásakanir KR undir hann. „Ég kem af fjöllum og þetta er úr lausu lofti gripið. Ég hef ekki rætt við Ingólf um hans málefni síðan í janúar er við reyndum að fá hann. Þá fór hann í KR. Þetta er rangt,“ sagði Freyr. „Mér finnst ömurlegt að KR sé að klína þessu á mig. Þetta er annað hvort misskilningur eða lygi.“ Ingólfur er samningsbundinn KR út leiktíðina og verður að teljast afar ólíklegt að hann eigi afturkvæmt í leikmannahóp KR eftir upphlaupið. „Flestir geta eflaust sagt sér að það sé ekki mikill áhugi að vinna með manni sem kemur svona fram. Við förum yfir það í rólegheitum hvað gerist næst í hans málum,“ sagði Kristinn en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur vel til greina hjá KR að lána Ingólf. Valur er þó ekki möguleiki sem stendur en Þór á Akureyri fær leikmanninn hugsanlega að láni. Hvort Ingólfur vilji fara þangað er önnur saga. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Hinn 18 ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðsson, setti allt á loft upp í Vesturbænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sér frá KR. Ingólfur fjarlægði síðar færsluna en viðurkenndi í samtali við fótbolti.net að hafa sett færsluna inn viljandi þar sem hann sé til í að gera allt til þess að losna frá KR. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að framkoma Ingólfs valdi sér vonbrigðum. Hann segir þó aðstoðarþjálfara Vals, Frey Alexandersson, hafa skipt sér fullmikið af málinu. „Þetta kom okkur á óvart. Heimildir okkar, frá Ingólfi sjálfum, herma að Valsmenn hafi verið að ræða við hann. Hann er samningsbundinn KR og það er því ólöglegt. Ingólfur segir að það sé Freyr aðstoðarþjálfari. Við höfum sent inn formlega kvörtun til KSÍ vegna þessa máls,“ sagði Kristinn en hann hefur ekkert rætt við Val vegna málsins. „Drengurinn er samningsbundinn KR og það vita allir að svona á ekki að vinna hlutina. Samkvæmt okkur upplýsingum er búið að ræða við hann um hugsanleg félagsskipti í Val. Eina sem við getum gert í því er að senda inn kvörtun. Þetta eru samt kaldar kveðjur til annarra sem eru í kringum hann í KR.“ Fréttablaðið hafði samband við Frey og bar þessar ásakanir KR undir hann. „Ég kem af fjöllum og þetta er úr lausu lofti gripið. Ég hef ekki rætt við Ingólf um hans málefni síðan í janúar er við reyndum að fá hann. Þá fór hann í KR. Þetta er rangt,“ sagði Freyr. „Mér finnst ömurlegt að KR sé að klína þessu á mig. Þetta er annað hvort misskilningur eða lygi.“ Ingólfur er samningsbundinn KR út leiktíðina og verður að teljast afar ólíklegt að hann eigi afturkvæmt í leikmannahóp KR eftir upphlaupið. „Flestir geta eflaust sagt sér að það sé ekki mikill áhugi að vinna með manni sem kemur svona fram. Við förum yfir það í rólegheitum hvað gerist næst í hans málum,“ sagði Kristinn en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur vel til greina hjá KR að lána Ingólf. Valur er þó ekki möguleiki sem stendur en Þór á Akureyri fær leikmanninn hugsanlega að láni. Hvort Ingólfur vilji fara þangað er önnur saga.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira