Rúnar fann réttu stöðuna fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 11:30 Kjartan Henry Finnbogason skorar hér seinna markið sitt á móti Blikum á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Valli Rúnar Kristinsson breytti miklu þegar hann tók við liði KR síðasts sumar og eitt af því sem hann breytti var að færa Kjartan Henry Finnbogason til á vellinum. Rúnar færði hann aðeins aftar á völlinn, en Kjartan Henry hefur samt sem áður raðað inn mörkum í nýrri stöðu. Kjartan tók upp þráðinn frá því síðasta haust þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri KR í Kópavoginum. „Það gerðist allt í fyrri hálfleik og þetta var mjög viðburðaríkur fyrri hálfleikur hjá mér. Ég fékk að taka vítið og þakkaði traustið með því að skora. Svo veit ég ekki alveg hvað ég var að gera í vítateignum hinum megin enda er ég ekki vanur að vera þar eins og kannski sást. Sem betur fer náði ég að bæta fyrir það og skora eitt mark, sem var frábært," sagði Kjartan Henry en Blikar jöfnuðu leikinn í 1-1 úr víti sem var dæmt á hann. „Þeir voru óheppnir að missa mann út af svona snemma því þessi brottvísun var vendipunkturinn í leiknum. Blikarnir voru alls ekkert slakari í leiknum," segir Kjartan, sem átti möguleika á að innsigla þrennuna í seinni hálfleik en skaut þá í stöngina á marki Blika. Umskiptin á Kjartani Henry síðan Rúnar tók við leyna sér ekki í tölfræðinni. Kjartan Henry hafði bara átt þátt í 4 mörkum í 12 leikjum undir stjórn Loga Ólafssonar (3 mörk og 1 stoðsending) en hefur með leiknum við Blika komið að 11 mörkum í 10 leikjum undir stjórn Rúnars (7 mörk og 4 stoðsendingar). „Ég fékk loksins traustið og fór líka út á væng. Þá var ég meira í boltanum og var meira inni í leiknum. Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ég er mjög ánægður með að fá að spila hana áfram," segir Kjartan, sem er sáttur við þá ákvörðun Rúnars Kristinssonar að setja hann í nýja stöðu. „Ég held að Rúnar hafi fundið réttu stöðuna fyrir mig því ég var svolítið einangraður upp á topp. Þetta er ný áskorun fyrir mig. Það er mjög skemmtilegt að spila þarna úti hægra megin og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér," segir Kjartan. KR-ingar hafa ekki byrjað Íslandsmótið vel undanfarin ár en sigur í fyrsta leik gefur ástæðu til bjartsýni í Vesturbænum. „Við lítum á þetta sem lítið hraðmót í byrjun sem klárast 6. júní. Ég held að þetta muni skýrast talsvert hverjir verða hvar eftir þessa fyrstu sjö leiki. Við brenndum okkur á því í fyrra að vera skítlélegir í fyrstu umferðunum," segir Kjartan. „Eftir að Rúni kom inn kom meiri samvinna í liðið. Þetta er liðsíþrótt og við erum búnir að átta okkur á því. Við ætlum ekki að gera sömu mistökin og við gerðum í fyrra. Það var frábært að byrja á sigri og nú þurfum við bara að fylgja því eftir og taka einn leik fyrir í einu," sagði Kjartan en fram undan er fyrsti heimaleikurinn á móti Keflavík á sunnudaginn. „Menn eru mjög spenntir og ég vona að þessi byrjun okkar hafi kveikt svolítið í áhorfendaskaranum okkar. KR hefur alltaf verið með flesta áhorfendurna og líka þá bestu og við erum því spenntir að spila á heimavellinum okkar. Völlurinn lítur vel út og þetta verður skemmtilegur leikur milli tveggja flottra liða," segir Kjartan, sem hefur mikla trú á KR-liðinu í sumar. „Við erum með hörkulið og ekki bara fyrstu ellefu því við erum með rosalega stóran og góðan hóp. Rúni sýndi það á undirbúningstímabilinu að hann treystir öllum og við sýndum það í verki að við erum traustsins verðir. Ég hef mikla trú á þessum hópi og er mjög spenntur fyrir sumrinu. Ég trúi því varla að þetta sé byrjað," segir Kjartan Henry að lokum. KR-ingar sem hafa byrjað velFlest mörk KR-inga í fyrsta leik á Íslandsmóti í knattspyrnu: (frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) 5 mörk - Þórólfur Beck á móti Akureyri 28. maí 1961 3 - Tómas Ingi Tómasson á móti Breiðabliki 23. maí 1994 2 - Kjartan Henry Finnbogason á móti Breiðabliki 3. maí 2011 2 - James Bett á móti Breiðabliki 23. maí 1994 2 - Björn Rafnsson á móti ÍBV 17. maí 1986 og 2 - Björn Rafnsson á móti Þrótti 13. maí 1985 2 - Björn Pétursson á móti Þrótti 13. maí 1976 Blómstrar í nýrri stöðuKjartan Henry undir stjórn Loga 12 leikir - 834 mínútur 3 mörk - 4 stoðsendingarKjartan Henry undir stjórn Rúnars 10 leikir - 820 mínútur 7 mörk - 4 stoðsendingar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Rúnar Kristinsson breytti miklu þegar hann tók við liði KR síðasts sumar og eitt af því sem hann breytti var að færa Kjartan Henry Finnbogason til á vellinum. Rúnar færði hann aðeins aftar á völlinn, en Kjartan Henry hefur samt sem áður raðað inn mörkum í nýrri stöðu. Kjartan tók upp þráðinn frá því síðasta haust þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri KR í Kópavoginum. „Það gerðist allt í fyrri hálfleik og þetta var mjög viðburðaríkur fyrri hálfleikur hjá mér. Ég fékk að taka vítið og þakkaði traustið með því að skora. Svo veit ég ekki alveg hvað ég var að gera í vítateignum hinum megin enda er ég ekki vanur að vera þar eins og kannski sást. Sem betur fer náði ég að bæta fyrir það og skora eitt mark, sem var frábært," sagði Kjartan Henry en Blikar jöfnuðu leikinn í 1-1 úr víti sem var dæmt á hann. „Þeir voru óheppnir að missa mann út af svona snemma því þessi brottvísun var vendipunkturinn í leiknum. Blikarnir voru alls ekkert slakari í leiknum," segir Kjartan, sem átti möguleika á að innsigla þrennuna í seinni hálfleik en skaut þá í stöngina á marki Blika. Umskiptin á Kjartani Henry síðan Rúnar tók við leyna sér ekki í tölfræðinni. Kjartan Henry hafði bara átt þátt í 4 mörkum í 12 leikjum undir stjórn Loga Ólafssonar (3 mörk og 1 stoðsending) en hefur með leiknum við Blika komið að 11 mörkum í 10 leikjum undir stjórn Rúnars (7 mörk og 4 stoðsendingar). „Ég fékk loksins traustið og fór líka út á væng. Þá var ég meira í boltanum og var meira inni í leiknum. Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ég er mjög ánægður með að fá að spila hana áfram," segir Kjartan, sem er sáttur við þá ákvörðun Rúnars Kristinssonar að setja hann í nýja stöðu. „Ég held að Rúnar hafi fundið réttu stöðuna fyrir mig því ég var svolítið einangraður upp á topp. Þetta er ný áskorun fyrir mig. Það er mjög skemmtilegt að spila þarna úti hægra megin og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér," segir Kjartan. KR-ingar hafa ekki byrjað Íslandsmótið vel undanfarin ár en sigur í fyrsta leik gefur ástæðu til bjartsýni í Vesturbænum. „Við lítum á þetta sem lítið hraðmót í byrjun sem klárast 6. júní. Ég held að þetta muni skýrast talsvert hverjir verða hvar eftir þessa fyrstu sjö leiki. Við brenndum okkur á því í fyrra að vera skítlélegir í fyrstu umferðunum," segir Kjartan. „Eftir að Rúni kom inn kom meiri samvinna í liðið. Þetta er liðsíþrótt og við erum búnir að átta okkur á því. Við ætlum ekki að gera sömu mistökin og við gerðum í fyrra. Það var frábært að byrja á sigri og nú þurfum við bara að fylgja því eftir og taka einn leik fyrir í einu," sagði Kjartan en fram undan er fyrsti heimaleikurinn á móti Keflavík á sunnudaginn. „Menn eru mjög spenntir og ég vona að þessi byrjun okkar hafi kveikt svolítið í áhorfendaskaranum okkar. KR hefur alltaf verið með flesta áhorfendurna og líka þá bestu og við erum því spenntir að spila á heimavellinum okkar. Völlurinn lítur vel út og þetta verður skemmtilegur leikur milli tveggja flottra liða," segir Kjartan, sem hefur mikla trú á KR-liðinu í sumar. „Við erum með hörkulið og ekki bara fyrstu ellefu því við erum með rosalega stóran og góðan hóp. Rúni sýndi það á undirbúningstímabilinu að hann treystir öllum og við sýndum það í verki að við erum traustsins verðir. Ég hef mikla trú á þessum hópi og er mjög spenntur fyrir sumrinu. Ég trúi því varla að þetta sé byrjað," segir Kjartan Henry að lokum. KR-ingar sem hafa byrjað velFlest mörk KR-inga í fyrsta leik á Íslandsmóti í knattspyrnu: (frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) 5 mörk - Þórólfur Beck á móti Akureyri 28. maí 1961 3 - Tómas Ingi Tómasson á móti Breiðabliki 23. maí 1994 2 - Kjartan Henry Finnbogason á móti Breiðabliki 3. maí 2011 2 - James Bett á móti Breiðabliki 23. maí 1994 2 - Björn Rafnsson á móti ÍBV 17. maí 1986 og 2 - Björn Rafnsson á móti Þrótti 13. maí 1985 2 - Björn Pétursson á móti Þrótti 13. maí 1976 Blómstrar í nýrri stöðuKjartan Henry undir stjórn Loga 12 leikir - 834 mínútur 3 mörk - 4 stoðsendingarKjartan Henry undir stjórn Rúnars 10 leikir - 820 mínútur 7 mörk - 4 stoðsendingar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira