Erlent

Fundu geislavirk lík starfsmanna

Starfsfólk reynir að hindra útbreiðslu geislavirkra efna úr kjarnorkuverinu sem skemmdist mikið í hamförunum fyrir rúmum þremur vikum. nordicphotos/afp
Starfsfólk reynir að hindra útbreiðslu geislavirkra efna úr kjarnorkuverinu sem skemmdist mikið í hamförunum fyrir rúmum þremur vikum. nordicphotos/afp
Lík tveggja starfsmanna Fukushima Daiichi kjarnorkuversins, sem létust þegar flóðbylgja skall á verið í hamförunum í Japan fyrir rúmum þremur vikum, fundust á miðvikudag. Tilkynnt var um fundinn í gær, en eyða þurfti skaðlegum efnum úr líkunum áður en hægt var að skila þeim til fjölskyldna fórnarlambanna.

 

Mennirnir voru 24 og 21 árs. Samkvæmt japönsku fréttastofunni Kyodo létust mennirnir af miklum höfuðáverkum. Yfir sextíu lík hafa fundist á hamfarasvæðunum síðustu daga, en um 16 þúsund manns er enn saknað.

 

Enn berst starfsfólk í kjarnorkuverinu við að koma í veg fyrir að geislavirkt vatn leki í Kyrrahafið.

 

Upphaflega var ætlunin að stöðva lekann með því að hella steypu ofan í tankinn. Þær tilraunir mistókust.

 

Yfirvöld í Japan telja ólíklegt að geislavirku efnin muni ógna heilsu fólks á svæðinu og víðar, þar sem þau muni fljótlega leysast upp í hafinu.- kg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×