Brast í grát eftir synjunina 1. apríl 2011 07:00 Pryianka Thapa. „Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira