Brast í grát eftir synjunina 1. apríl 2011 07:00 Pryianka Thapa. „Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
„Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira