Innlent

Saksóknarinn löglega kjörinn

Kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru á hendur honum fyrir landsdómi yrði vísað frá hefur verið hafnað.
Fréttablaðið/Valli
Kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru á hendur honum fyrir landsdómi yrði vísað frá hefur verið hafnað. Fréttablaðið/Valli
Saksóknari Alþingis er löglega kjörinn þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á Alþingi á sama þingi og ákvað að ákæra skyldi Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi.

Þetta kemur fram í dómi landsdóms, sem hafnar kröfu Geirs um að máli á hendur honum verði vísað frá.

Í lögum um landsdóm segir að þegar Alþingi ákveði að ákæra fyrir landsdómi skuli „jafnframt" kjósa saksóknara til að sækja málið. Eftir að ákveðið var að ákæra Geir var þingi slitið og var því saksóknarinn kosinn á nýju þingi. Það taldi verjandi Geirs gera það að verkum að saksóknarinn væri ekki rétt kjörinn og því ætti að vísa málinu frá.

„Á kosningu saksóknara [...] urðu engar slíkar tafir að til réttarspjalla gætu horft gagnvart [Geir]," segir í dómi Landsdóms.

Þar segir jafnframt að ekki sé hægt að líta svo á að ákvörðun um að ákæra og ákvörðun um saksóknara verði að koma fram í einu og sama þingmálinu. Kosning Alþingis á saksóknara sé því lögleg. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×