Wayne Rooney mun fá refsingu fyrir fagnaðarlæti sín á móti West Ham um helgina en hann fór þá með ljót blótsyrði beint fyrir framan myndavélina eftir að hann innsiglaði þrennu sína í leiknum. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að taka málið fyrir.
Rooney bíður tveggja leikja bann ákveði hann að sætta sig við kæruna en hann fær tækifæri til að segja sína hlið á málinu á morgun.
Rooney hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu og samkvæmt heimildum Guardian þá rigndi ekki kvörtunum yfir Sky-sjónvarpsstöðina frá áhorfendum.
Það þótti því líklegt að Rooney slyppi við kæru en aganefndin leit málið hinsvegar alvarlegri augum og ákvað að taka þetta óvenjulega mál fyrir.
