Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum.
Stabæk gerði samkomulag við Nancy þegar Veigar Páll kom til baka frá Frakklandi að Nancy fengi helminginn af kaupverði leikmannsins yrði hann seldur frá Stabæk.
Stabæk fékk fimm milljóna tilboð frá Rosenborg en seldi hann engu að síður fyrir eina milljón til Vålerenga þótt að Veigar sjálfur hafi viljað fara til Rosenborg. Nancy fékk því aðeins hálfa milljón norskra króna í sinn hlut.
Það sem ekki kom fram að hluti af samningi Stabæk og Vålerenga voru fjórar milljónir sem Vålerenga borgaði fyrir forkaupsrétt á hinum 15 ára Hermann Stengel.
Með þessu "samningi" fékk Stabæk 4,5 milljónir norskra króna í sinn hlut og sparaði sér 2 milljónir sem hefðu annars farið til franska liðsins.
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti


Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

