Fótbolti

Ajax setti árásarmanninn í 30 ára heimaleikjabann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Esteban Alvarado Brown sparkar hér í Wesley W.
Esteban Alvarado Brown sparkar hér í Wesley W. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn Ajax ætla að taka hart á stuðningsmanni félagsins sem réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar, í bikarleik í vikunni. Alvarado snéri vörn í sókn, sparkaði í árásarmanninn og fékk að líta rauða spjaldið í staðinn. Þjálfari AZ kallaði lið sitt af velli í mótmælaskyni en rauða spjaldið hefur nú verið dregið til baka af hollenska knattspyrnusambandinu.

Árásarmaðurinn sem heitir Wesley W er aðeins 19 ára gamall og fjölskylda Wesley hefur tekið þá ákvörðun að fara í felur eftir atvikið. Margir stuðningsmenn Ajax og enn fleiri hjá AZ Alkmaar eru æfir yfir atvikinu sem hefur sett svartan blett á hollensku knattspyrnuna.

Wesley W hefur verið dæmdur í 30 ára bann frá heimaleikjum Ajax og er ekki bara bannað að koma inn á leikvanginn því hann má ekki heldur láta sjá sig í nágrenni leikvangsins.

Wesley W er þessa stundina í fangelsi en dómari útskurðaði hann í tveggja vikna gæsluvarðhald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×