Fótbolti

James Hurst lék vel með 19 ára landsliði Englendinga í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Hurst í leik með ÍBV síðasta sumar.
James Hurst í leik með ÍBV síðasta sumar.
, fyrrum leikmaður Eyjamanna, átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum þegar 19 ára landslið Englendinga mætti Þjóðverjum í vináttulandsleik í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 1-0 en spilað var á heimavelli Chesterfield.

Þetta var fyrsti landsleikur Hurts með 19 ára liðinu en væntanlega ekki sá síðasti ef marka má frammistöðu hans í gær. Hurst lék á sínum tíma 12 leiki með 17 ára landsliði Englands og 2 leiki með 16 ára liðinu.

Hurst fór á kostum með Eyjaliðinu síðasta sumar og átti mikinn þátt í góðu gengi liðsins. Hann gekk til liðs við West Bromwich Albion áður en tímabilinu lauk á Íslandi. Hurst er í aðalliði liðsins og hefur komið við sögu í þremur leikjum á þessu tímabili þar á meðal í leik á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×