Enski boltinn

Chelsea ætlar að kaupa hinn „nýja Kaka“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roman Abramovich, eigandi Chelsea.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea sé við það að festa kaup á hinum sautján ára gamla Lucas Piazon sem hefur verið kallaður hinn nýi Kaka.

Piazon er að spila með U-17 liði Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni en Chelsea er sagt vonast til þess að geta gengið frá kaupunum þegar hann verður átján ára gamall.

Piazon æfði með Juventus fyrir tveimur mánuðum síðan og var útlit fyrir að hann myndi ganga til liðs við það félagið en síðan þá hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea, blandað sér í málin.

Kaupverðið er sagt vera á bilinu fimm til átta milljónir punda en það hefur þó ekki fengist staðfest hjá fjölmiðlum í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×