Van Persie hetjan í sigri Arsenal á Norwich Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Van Persie sýndi golfsveifluna sína þegar hann fagnaði öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norwich komst reyndar yfir í upphafi leiksins með marki Steve Morison en Van Persie var fljótur að jafna eftir að Arsenal hafði sótt mikið í fyrri hálfleiknum. Hann tryggði sínum mönnum svo sigurinn með laglegri vippu í seinni hálfleik. Arsenal komst upp fyrir Liverpool með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti, en Norwich er í níunda sæti deildarinnar með þrettán stig. Arsenal er með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega hjá sóknarmönnum Arsenal. Van Persie fékk færi eftir undirbúning Theo Walcott strax á annarri mínútu en skot hans var fram hjá. Stuttu síðar fékk hann annað færi, í þetta sinn eftir sendingu frá Andre Santos, en aftur hitti hann ekki markið. Russell Martin, varnarmaður Norwich, sýndi svo stórbrotin tilþrif þegar hann varði skot Walcott á línunni úr nánast vonlausri stöðu. Mark Norwich kom því algerlega gegn gangi leiksins og verður að skrifast á þýska varnarmanninn Per Mertesacker. Hann lét Steve Morison, sóknarmann Norwich, hirða boltann af sér á stórhættulegum stað og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Morison. Á næstu mínútum lét Martin aftur til sín taka því hann varði aftur á marklínu í tvígang eftir að Norwich komst yfir. Fyrst frá van Persie og svo eftir skot Gervinho. En svo fór að ísinn brotnaði loksins undan sóknarþunga Arsenal. Van Persie skoraði sitt 30. deildarmark á árinu er hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu Walcott frá hægri. Heimamenn reyndu að sækja eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri en Arsenal hélt þó áfram að sækja. Það bar árangur á 58. mínútu og var markið sérlega glæsilegt. Van Persie fékk sendingu frá Song og náði að vippa yfir Ruddy í marki heimamanna úr þröngu færi. Stuttu síðar fékk Anthony Pilkington gott færi til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Leikurinn fjaraði út og Arsenal er nú með 22 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan í ensku úrvalsdeildinni Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norwich komst reyndar yfir í upphafi leiksins með marki Steve Morison en Van Persie var fljótur að jafna eftir að Arsenal hafði sótt mikið í fyrri hálfleiknum. Hann tryggði sínum mönnum svo sigurinn með laglegri vippu í seinni hálfleik. Arsenal komst upp fyrir Liverpool með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti, en Norwich er í níunda sæti deildarinnar með þrettán stig. Arsenal er með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega hjá sóknarmönnum Arsenal. Van Persie fékk færi eftir undirbúning Theo Walcott strax á annarri mínútu en skot hans var fram hjá. Stuttu síðar fékk hann annað færi, í þetta sinn eftir sendingu frá Andre Santos, en aftur hitti hann ekki markið. Russell Martin, varnarmaður Norwich, sýndi svo stórbrotin tilþrif þegar hann varði skot Walcott á línunni úr nánast vonlausri stöðu. Mark Norwich kom því algerlega gegn gangi leiksins og verður að skrifast á þýska varnarmanninn Per Mertesacker. Hann lét Steve Morison, sóknarmann Norwich, hirða boltann af sér á stórhættulegum stað og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Morison. Á næstu mínútum lét Martin aftur til sín taka því hann varði aftur á marklínu í tvígang eftir að Norwich komst yfir. Fyrst frá van Persie og svo eftir skot Gervinho. En svo fór að ísinn brotnaði loksins undan sóknarþunga Arsenal. Van Persie skoraði sitt 30. deildarmark á árinu er hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu Walcott frá hægri. Heimamenn reyndu að sækja eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri en Arsenal hélt þó áfram að sækja. Það bar árangur á 58. mínútu og var markið sérlega glæsilegt. Van Persie fékk sendingu frá Song og náði að vippa yfir Ruddy í marki heimamanna úr þröngu færi. Stuttu síðar fékk Anthony Pilkington gott færi til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Leikurinn fjaraði út og Arsenal er nú með 22 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira