Innlent

Handtökur vegna skotárásar í Bryggjuhverfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögregla vaktar Bryggjuhverfið fyrr í kvöld.
Lögregla vaktar Bryggjuhverfið fyrr í kvöld. mynd/ egill.
Lögreglan hefur handtekið menn í tengslum við skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni slasaðist enginn í árásinni. Bifreið skotið var á skemmdist.

Eins og fram hefur komið á Vísi í kvöld vinnur sérsveit Ríkislögreglustjóra að málinu ásamt miðlægri deild frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á tímapunkti í kvöld var allt tiltækt lögreglulið að vinna að málinu. Lögreglan segir að málið sé talið tengjast fíkniefnaviðskiptum.

Enn er leitað að grunuðum í málinu og því veitir lögreglan ekki frekari upplýsingar í málinu sem er litið mjög alvarlegum augum.   




Tengdar fréttir

Gríðarlegur viðbúnaður vegna skotárásar

Lögreglumenn vakta enn svæðið þar sem grunur leikur á að skotið hafi verið á bíl klukkan tíu í kvöld. Tilkynnt var um skotárásina laust eftir klukkan tíu og fóru lögreglumenn umsvifalaust á vettvang. Þeir lögreglumenn sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur rætt við hafa ekkert viljað segja um gang mála. Fréttavefur Morgunblaðsins fullyrðir að sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra leiti skotárásarmannsins núna. Svo virðist sem engan hafi sakað í skotárásinni.

Skotið á bíl við Sævarhöfða

Skotið var á bíl við bílaumboð Ingvars Helgasonar og B&L við Sævarhöfða í Reykjavík um tíuleytið í kvöld. Fréttavefur Morgunblaðsins fullyrðir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við lögreglu vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið.

Vopnaðir sérsveitamenn í Bryggjuhverfi

Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum lögreglunnar hafa gert mikla leit að byssumönnum, sem gætu hafa skotið á bíl við Sævarhöfða, í Bryggjuhverfinu í kvöld. Að sögn sjónarvotts sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis talaði við fóru þeir inn í hús í Bryggjuhverfinu fyrr í kvöld en komu aftur út úr húsinu nokkru seinna án þess að hafa handtekið neitt, að því er virtist. Þá lokaði lögreglan öllum leiðum út úr Bryggjuhverfinu um stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×