Innlent

Skotið á bíl við Sævarhöfða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skotið var á bíl við bílaumboð Ingvars Helgasonar og B&L við Sævarhöfða í Reykjavík um tíuleytið í kvöld. Fréttavefur Morgunblaðsins fullyrðir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við varðstjóra hjá lögreglu vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×