Innlent

Davíð og Geir héldu ræður - Geir biður um aðstoð vegna landsdómsmáls

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.
Fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, ávörpuðu landsfund Sjálfstæðisflokksins eftir hádegi í dag. Geir gerði landsdómsmál Alþingis gegn sér að umtalsefni og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að sækja slíkt mál gegn sér.

Hann óskaði ennfremur eftir aðstoð landsfundarmanna vegna gríðarlegs kostnaðar sem hann þarf að standa undir vegna málsins, en talið er að málareksturinn muni kosta skattgreiðendur eina um 200 milljónir króna. Þá sagði Geir að lögfræðikostnaður hans muni hlaupa á tugum milljóna.

Davíð Oddsson gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði hana hafa mistekist ætlunarverk sitt. Þannig þættist stjórnin vinna eftir norrænni velferð. En að mati Davíðs fólst sú velferð í því einu að taka norrænu til annarra velferðarlanda. Báðir formennirnir hlutu standandi lófaklapp fundarins.

Hægt er að fylgjast með landsfundinum í beinni útsendingu á Vísir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×