Enski boltinn

Ancelotti: Að þjálfa Roma er aðeins draumur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Ítalskir fjölmiðlar spá því margir hverjir að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, muni taka við stjórnartaumunum hjá Roma næsta sumar.

Ancelotti þykir vera valtur í sessi hjá Chelsea og margir spá því að hann fái að fjúka í sumar. Claudio Ranieri sagði upp hjá Roma og Vincenzo Montella var aðeins ráðinn út tímabilið þannig að starfið er sagt bíða eftir Ancelotti í sumar.

Ancelotti hefur þó gert sitt til að draga úr sögunum.

"Að þjálfa Roma er aðeins draumur í augnablikinu. Það hefur alltaf verið draumur og er enn aðeins draumur. Mér liður vel hjá Chelsea," sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×