Fótbolti

FIFA með 140 milljarða íslenskra króna í varasjóði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Mynd/AFP
Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að sambandið eigi 1,2 milljarða dollara í varasjóði eftir vel heppnaða Heimsmeistarakeppni í Suður Afríku síðasta sumar. Þetta gerir um 140 milljarða íslenskra króna samkvæmt núverandi gengi.

Samkvæmt Sepp Blatter þá græddi FIFA meira á keppninni í Suður Afríku heldur en þeirri sem fram fór í Þýskalandi fjórum árum áður.

Varasjóður FIFA stóð í 1,06 milljörðum dollara þegar síðasta ár hófst sem þýðir að sambandið hefur grætt um 140 milljónir dollara á síðasta ári eða að sjóðir sambandins gildnuðu um 16,4 milljarða íslenskra króna.

Ársskýrsla FIFA kemur ekki út fyrr en í næstu viku en Blatter talaði um gott gengi sambandsins á ársþingi afríska knattspyrnusambandsins sem stendur nú yfir.

Blatter hrósaði þar Afríku fyrir frábæra framkvæmd á Heimsmeistarakeppninni síðasta sumar og að hún ætti að afla afríkum fótbolta meira sjálfstraust og meiri virðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×