Enski boltinn

Louis Saha frá næstu tvær vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Saha fagnar einu af fjórum mörkum sínum á móti Blacpool.
Louis Saha fagnar einu af fjórum mörkum sínum á móti Blacpool. Mynd/AP
Louis Saha fær ekki tækifæri til að fylgja eftir fernu sinni, á móti Blackpool um síðustu helgi, þegar Everton heimsækir Bolton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Louis Saha er tognaður aftan í læri og verður frá í tvær vikur en franski framherjinn hefur verið mikið meiddur á sínum ferli og er þetta því enn einn kaflinn í þeirri meiðslasögu. Saha meiddist á æfingu í vikunni.

Everton-liðið verður einnig án Jack Rodwell sem meiddist á nára í leik með 21 árs landsliðinu í vikunni og verður Rodwell frá í mánuð.

Saha hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur deildarleikjum með Everton eftir að hafar farið markalaus í gegnum fyrstu sextán deildarleiki tímbilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×