Enski boltinn

Arsenal-menn geta andað léttar - Van Persie ekki með Hollandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AP
Arsenal-maðurinn Robin van Persie hefur dregið sig út úr hollenska landsliðshópnum fyrir vináttuleikinn á móti Austurríki á miðvikudaginn. Ástæðan er að Van Persie er kominn með flensu en hann skoraði tvö mörk 4-4 jafntefli Arsenal og Newcastle um helgina.

Rafael van der Vaart hjá Tottenham og Nigel de Jong hjá Manchester City hafa einnig dregið sig út úr hollenska hópnum vegna meiðsla en þetta átti að vera endurkoma þess síðarnefnda sem var settur í landsliðsbann fyrir að fótbrjóta Newcastle-manninn Hatem Ben Arfa fyrr í vetur.

Stuðningsmenn Arsenal anda örugglega léttar fyrst að Robin van Persie getur safnað kröftum í London í stað þess að fara í þennan leik og eiga á hættu að meiðast enn á ný í leik með landsliðinu.

Robin van Persie er nýkominn af stað á nýjan leik eftir ein slík meiðsli og er aftur kominn í sitt besta form semm sést á því að hann er með sjö mörk og tvær stoðsendingar í síðustu fjórum deildarleikjum Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×