Enski boltinn

Dalglish grínaðist bara með öll stangarskot liðsins í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sló bara á létta strengi þegar hann var spurður út í 17 stangar og sláarskot liðsins í fyrstu sextán leikjum tímabilsins en ekkert lið í deildinni hefur skotið jafnoft í marksúlurnar. Luis Suarez skaut bæði í slá og stöng í 2-0 sigri á Aston Villa í gær.

„Við gætum leyst þetta vandamál með því bara að minnka aðeins stangirnar," sagði Kenny Dalglish í gríni.

„Við verðum bara að halda áfram að reyna. Því meira sem þú leggur þig fram því heppnari verður þú. Kannski náum við einhvern tímann að skjóta boltanum í slánna og inn," sagði Dalglish.

„Það er mjög góður andi í búningsklefanum og það sést vel inn á vellinum. Við héldum hreinu, skoruðum tvö mörk og bættum því bæði stöðu okkur, bæði hvað varðar stig og markatölu. Það skiptir því ekki öllu þótt við höfum bætt stöðu okkar líka á stangarskotarlistanum," sagði Dalglish léttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×