Íslenski boltinn

Gunnar Guðmundsson á óskalista Fylkismanna

Eiríkur Stefán ásgeirsson skrifar
Gunnar Guðmundsson er hér fyrir miðri mynd.
Gunnar Guðmundsson er hér fyrir miðri mynd.
Gunnar Guðmundsson, þjálfari U-17 landsliðs karla og fyrrum þjálfari HK, er samkvæmt heimildum Vísis einn þeirra þjálfara sem forráðamenn Fylkis eru með augastað á.

Þórður Gíslason, formaður meistaraflokksráðs félagsins, vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi og sagði að margir þjálfarar kæmu til greina í starfið.

Ólafur Þórðarson hefur þjálfað Fylki undanfarin þrjú ár en ákveðið var að semja ekki við hann á ný. Hann er nú tekinn við sem þjálfari Víkings sem féll í 1. deildina.

Gunnar stýrði liði HK frá 2004 til 2008 en þjálfaði þar áður lið Leifturs/Dalvíkur og Leiknis á Fáskrúðsfirði. Hann hefur undanfarin ár stýrt U-17 liði karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×