Enski boltinn

Bale fer ef Modric verður seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luka Modric og Gareth Bale eru lykilmenn í liði Tottenham.
Luka Modric og Gareth Bale eru lykilmenn í liði Tottenham. Nordic Photos / AFP
Enska dagblaðið The Mirror fullyrðir að Gareth Bale muni fara fram á sölu frá Tottenham ef Luka Modric verði seldur annað í sumar.

Bale skrifaði undir nýjan samning við Tottenham á síðustu leiktíð þrátt fyrir mikinn áhuga ýmissa stórliða, bæði í Englandi og víðar í Evrópu.

Modric hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Chelsea en síðarnefnda félagið mun hafa lagt fram 22 milljóna punda boð í kappann fyrr í sumar. Forráðamenn Tottenham hafa ávallt haldið því fram að Modric sé ekki til sölu.

Bale vill vera áfram hjá Tottenham en aðeins ef félagið heldur öllum sínum sterkustu leikmönnum og heldur áfram að styrkja leikmannahópinn.

Í dag sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham, að hann gæti aðeins fjármagnað kaup á nýjum leikmönnum með því að selja aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×