Enski boltinn

Redknapp verður að selja til að kaupa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp er með marga leikmenn á sínum snærum.
Harry Redknapp er með marga leikmenn á sínum snærum. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkennir að hann verði að selja nokkra leikmenn áður en hann geti keypt nýja til félagsins í sumar.

Leikmannahópur Tottenham er einn sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni og hefur stjórn félagsins gefið Redknapp þau skilaboð að hann verði að fjármagna leikmannakaup með því að selja leikmenn sem eru hjá félaginu nú.

„Það er ekkert að gerast á leikmannamarkaðnum,“ sagði Redknapp við enska fjölmiðla. „Ég verð að selja fjóra eða fimm leikmenn til að afla peninga. Hinir og þessir leikmenn hafa verið orðaðir við okkur í fjölmiðlum en við munum hafa hægt um okkur nema að okkur takist að minnka leikmannahópinn.“

Tottenham keppti í Meistaradeild Evrópu á nýliðinni leiktíð og stóð sig vel. Hins vegar endaði liðið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og fær því ekki aftur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Redknapp hefur marglýst því yfir að félagið ætli sér aftur að koma sér í keppni þá bestu í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×